Dagur 57 ár 2:
Í blaðinu í gær rakst ég á frétt sem mér fannst kunnugleg:
Það fannst þessi fjöldagröf í Írak, og í henni voru flest líkin af konum og börnum.
Auðvitað! Alveg á sama hátt og það eru samanlagt fleyri konur og börn en fullvaxnir karlmenn í heiminum. Viljiði rök? Sko, kvenkyns mannfólk er ca 50% af öllum jarðarbúin. Enn sem komið er eru meira en 1/3 af öllum karlkyns jarðarbúum börn. Sem þýðir: mera en helmingur mannkyns er konur og börn.
Ég gróf þessa frétt upp á vísi.is núna áðan, og þaðan er þetta kvót: "Þegar hafa 133 lík verið grafin upp. Öll, utan fimm, eru lík kvenna og barna. Af klæðaburði þeirra má merkja að þau voru Kúrdar. Að minnsta kosti eitt líkið er talið vera af gamalli konu, en í höfuðkúpunni fundust falskar tennur."
(frétt á vísi.is)
Þetta hljómar ólíkt minna fáránlegt en "flest líkin voru af konum og börnum".
Ef þeir þurftu endilega að stytta þetta, af hverju sögðu þeir ekki að líkin hefðu verið nær eingöngu af konum og krökkum?
En nei. Næst segja þeir örugglega að allt þetta fólk hafi verið lifandi allt fram að því að það var drepið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli