Dagur 67 ár 2:
Það lítur út fyrir að ég hafi fengið vinnu. Mæti á þriðjudaginn. Gott stöff.
Þegar ég lagði bílnum hér fyrir utan, þá varð ég var við að það hafa skotið upp kollunum tvær alveg nýjar gerðir af bílum. Engar nýjar tegundir samt. Eitthvað af því hefur borist til landsins með lágu gengi dollars.
Svona bílar. Fjögurra tonna flykki til þungaflutninga. Hræódýrir og rúmgóðir, að minnsta kosti miðað við Landcrusher jeppana sem allir virðast svo hrifnir af mér til mikillar og stöðugrar undrunar. Toyota Yaris er rúmbetri en Landcrusher.
Svona farartæki eru á svipuðu róli, bara kraftmeiri. Nú er víst hægt að fá þetta með kjarnaofnum. Hvernig væri það í smá spyrnu?
Og svona. Reyndar býst ég ekki við mörgum af akkúrat þessari gerð, en einhverjir hljóta að slæðast með. Ég býst hinsvegar við miklu flóði af Cherokee.
Og hvað á maður að hugsa? Er fólk orðið ruglað? Afhverju flytur enginn inn flotta bíla? Ég skil vel að allt of stórir pallbílar geti verið ágætlega þægileg farartæki á slíkri langferð sem út í bónus er, en þarf einhver virkilega svona bíl?
Afhverju flytur enginn inn til dæmis Lincoln Town car?
Það eru ólíkt þægilegari - og sparneytnari - farartæki en allt þetta sem ég hef mynnst á hér að ofan. Síðustu alvöru amerísku fólksbílarnir.
Chrysler er í grunninn Benz núorðið, Chevrolet er... ég veit ekkert hvað þeir eru að æfa, of Cadillak líta allir út eins og straujárn. Ef ég væri að flytja inn nýjan bíl, þá myndi ég flytja inn Town car.
En annars... man einhver eftir því þegar bílar litu vel út?
Þegar þessi 800-1000 auka kíló voru flott?
Þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bíll verður aldrei neitt straumlínulagaðri en múrsteinn, svo það er til lítils að reyna að berjast gegn því?
Það er ekki þannig lengur. Nú eru menn að ströggla við að láta farartæki á stærð við steypubíl hafa airflow á við flugvél. Eins og þeir eigi nokkurntíma eftir að fara svo hratt. Það er ekki eins og það skifti máli fyrir eyðsluna. Það eina sem skiftir raunverulegu máli þar, með öllum þessum ofur-tæknigræjum sem eru komnar í alla bíla, er þyngdin.
Það eru allir heilvita menn hættir að setja Holley-blöndunga í bílana sína. Það var líka ávísun á 40 lítra á hundraðið. Nú sætta menn sig við beina innspýtingu. Margir hafa líka vit á því að fjarlægja hvarfakútinn. Þar erum við stundum að tala um heilan lítra á hundraðið aukalega.
Afhverju þurfa farartækin okkar endilega að líta út eins og rottur? Ég bara spyr.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli