Dagur 61 ár 2:
Það er sól úti. Sem er böggandi því það er glerþak á bílnum mínum. En ég fann ráð við því. Illugi skildi eftir derhúfu um daginn. Ef ég er með hana þá skín sólin ekki á mig.
Hef ég einhvertíma mynnst á það áður að mér er hálf illa við sólina?
Og það er að hlýna. Samkvæmt einni spá verður hlýtt í 20-40 ár, samkvæmt minni spá, byggðri á hvernig hlutirnir voru milli 750-1400, þá verður hlýtt þar til ársins 2500.
Sem er mjög gott fyrir gróðurinn. Kannski hverfur Evrópa undir laufþykkni. Það er svo mikill koltvísýringsútblástur þar að tréin hafa nóga næringu. Kannski laufgast öll Mexíkó. Svo verður meira af svifi í sjónum, sem þýðir fleiri fiskar, sem þýðir meiri veiði. Veit ekki hvort það verður endilega þorskur, en það verða einhverjir fiskar.
Já. Á síðasta hlýskeiði hvarf menning Mayanna undir græna torfu, bókstaflega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli