Dagur 55 ár 2:
Þá er kominn tími til að dusta rykið af illskumælinum:
Hmm...
Jæja.
Ég fékk áheyrn hjá þeim í álverinu. Þeir sögðu mér að ég yrði að læra á lyftara. Frábært. Svo ég tékka á því. Það er náttúrlega allt útréttað af ríkinu, svo það gæti tekið smá tíma. Hvað um það, það getur ekki verið slæmt að kunna á lyftara.
Mig fer að vanta pening á hverri stundu núna. Áður en ég þarf að fara að innleysa skuldabréf og selja hluti í hinu og þessu.
Hvað um það. Uppi á vegg í skrifstofunni þar sem ég mætti hjá þeim í gær er svona sjónvarp í staðinn fyrir málverk. Þar er loftmynd af landinu á stöðugu lúppi. Sjór, klettar, fossar og stöku rolla. Mjög svo framtíðarlegt.
Það er mikið af oddhvössum klettum á landinu, vitiði það?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli