miðvikudagur, apríl 13, 2005

Dagur 38 ár 2 (dagur 403, færzla nr. 269):



Páfinn. Ég virðist alveg hafa gleymt að tjá mig um páfann. Já. Þeir voru farnir að rúlla gamla kallinum út í glugga undir það síðasta svo hann gæti dæst á fólkið, og gefið kannski frá sér ógnvekjandi hryglukennd hljóð ef þannig lá á honum.

Já. Persónulega, þá hefði ég ekkert verið að segja fólkinu eitthvað frá því að páfinn væri fallinn frá. Ég hefði bara fest í hann strengi og notast við hann svolítið lengur til að skemmta fólkinu úr glugganum.

Það hefði verið hægt að sjóða saman eitthvað fyrir hann að segja úr gömlum upptökum síðan hann var en á lífi.

Já. Það hefði verið flott.

Kastró, þú ert næstur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli