laugardagur, apríl 16, 2005

Dagur 41 ár 2 (dagur 406, færzla nr. 271):

Harðjaxlar í London

Höfundar: Ásgrímur Hartmannsson & Haukur Guðmundsson

1. kafli.

Upphaf

Sir Alex Bach gekk út að bifreið sinni, silfurgráum BMW. Hann opnaði bílinn og steig inn. Þegar hann ræsti bílinn varð hann var við ljós á himni sem nálgaðist óðfluga. Skyndilega var ljósið aðeins um 1o metra frá ökutæki Sir Alexar. Þá sendi þessi furðulegi ljósgjafi frá sér rauðleitan geisla sem hitti bílinn. Ægileg sprenging rauf næturkyrrðina. En um tíu mínútum síðar þegar fyrsti lögreglubíllinn kom á vettvang var ljósið skæra á bak og burt og bifreið Sir Alex Bach hafði fuðrað upp. Albert Lucas var lögreglufulltrúi hjá Scotland yard í London, honum var falin rannsókn þessa furðulega og ógnvekjandi máls.

***

Já. Við byrjuðum á þessu 1993 held ég. Héldum áfram til 1998. Parturinn sem ég er með er 30.000 orð, allur meira og minna í þessum anda.

Skrollið nú niður og horfið á myndina. Gerið það bara, engar óþarfa spurningar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli