þriðjudagur, apríl 12, 2005

Dagur 37 ár 2 (dagur 402, færzla nr. 268):

Skólinn er að verða búinn. Gott eða slæmt? Veit ekki. Þurfti að vera með framsögu um eitthvað í gær. Tókst að troða Aztekum inní það, sem er gott. Reyndar veit ég fátt eitt um Azteka. Ég veit meira um Maya.

Blómaskeið Maya ver nefnilega milli 600-900. Svo virðist sem allt loft hafi bara lekið úr þeim, og þeir hættu að vera merkilegir. Afkomendur þeirra eru enn í Mexíkó, en þeir reisa ekki lengur flott hof eða skera hjörtu úr fórnarlömbum.

Síðasta áletrun sem Mayarnir skildu eftir sig áður en þeir hrörnuðu að fullu var letruð árið 909.

Fall Mayaveldisins kemur á sama tíma og hlýindaskeiðið sem Víkingarnir notfærðu sér til að leggja undir sig Evrópu, eða amak Írland og England. En sá er munurinn, að Mayarnir voru umkringdir regnskógi, sem hlýtur að hafa tekið mikinn vaxtarkipp þegar hlýnaði, og þá höfðu Mayarnir ekki undan að höggva það sem óx, enda voru þeir uppteknir við að fórna fólki til að róa guðina. Þá auðvitað fóru allar þeirra byggingar á kaf í skóg, og sumar eru þar enn.

Þið getið örugglega farið til miðameríku og hjálpað til að moka ofanaf eins og einu hofi ef þið nennið.


"Hver ætli sé að klóra mér á hausnum?"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli