Dagur 48 ár 2 (dagur 413, færzla nr. 274):
Nú veit ég afhverju páfar taka sér nöfn. Það er ekkert af neinum merkilegum orsökum. Þetta er bara hefð síðan sjöhundruðogeitthvað.
Þá komst í stól maður að nafni Merkúríus. Nú var það svo að ekki þótti við hæfi að páfinn, æðsti maður hinnar kristnu kirkju héti nafni sem dregið er úr Rómverskri goðafræði, svo okkar maður skifti einfaldlega um nafn, og kallaði sig í staðinn Jón 2.
Næsti páfi á eftir honum sá ástæðu til að apa það eftir honum.
Það er nú öll sagan.
Hálf fúlt, ekki satt. Maður bjóst við einhverju rosalegu, eins og þeir tækju sér nýtt nafn því Guð Almáttugur hefði sagt þeim það persónulega, komið að þeim inni í dimmu skoti einn daginn og hvíslað að þeim: "Þú átt að heita Loðvík XIV".
Nei. Ekkert slíkt. Týpískt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli