laugardagur, apríl 09, 2005

Dagur 34 ár 2 (dagur 399, færzla nr. 267):

Þetta er AMC Matador. Mér hefur alltaf líkað við útlitið á þeim.





Tveggja dyra týpan leit aðeins öðruvísi út:





Þetta voru mjög öflugir bílar. Virkuðu töluvert betur en aðrir sambærilegir bílar á þeim tíma. Eitthvað fór útlitið samt fyrir brjóstið á fólki. Ég man að þegar pabbi átti svona einhverntíma á bilinu 1984-86, þá notuðum við krakkarnir í hverfinu þennan fyrir rennibraut - þartil okkur var bannað að gera það. Sem var slæmt. Þessi bíll var svo helvíti góð rennibraut.

Það er 304 V-8 þarna einhversstaðar:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli