Dagur 47 ár 2 (dagur 412, færzla nr. 273):
Ég botna ekkert í þessu með páfann. Hef aldrei gert. Af hverju þarm maðurinn að skifta um nafn þegar hann gerist páfi? Er það ekki ruglingslegt fyrir hann? Ég meina, hann er 78 ára, og allt í einu heitir hann ekki það sem hann heitir, heldur einhverju funky páfanafni, sem 15 aðrir hafa heitið á undan honum. Hvað er eiginlega með það?
Ég veit, að amma myndi aldrei fatta ef einhver myndi til dæmis breyta litnum á mjólkurumbúðum úr gulu og bláu yfir í grænt. Það er sama hve oft það væri sagt við hana, hún myndi ekki ná því. Hugsið ykkur nú nýja páfann, sem hefur heitið sama nafninu í 78 ár. Hvað haldið þið að hann verði lengi að ná því að hann heitir skyndilega Benedict 16?
Hugsið ykkur bara ef Boggi yrði skyndilega valinn forseti, og yrði að breyta nafninu sínu í Vigdís 2. Það væri svona svipað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli