miðvikudagur, júní 25, 2008

Dagur 113 ár 4 (dagur 1573, færzla nr. 694):

Nú orðið sér fólk Ísbirni allstaðar. Þetta er eins og á lundapysjutímanum: allt lítur út eins og lundapysja þegar maður er að leita að lundapysju. Það sama á við hér; allir eru að leita að ísbirni, svo allt lítur út eins og ísbjörn: kindur, heyrúllur, hestar... Bubbi Morthens.

Og hvað skal gera við því?

Jú, það skal hringja í Irving Stevens, hinn heimsfræga Ástralska Ísbjarnaveiðara. Hann hefur, eins og allir ekta sérfræðingar í ísbjarnaveiðum, aldrei veitt ísbjörn, né séð einn. Hinsvegar hefur hann veitt fullt af öðrum hlutum sem enda á björn.

Eins og þetta:



Irwing Stevens búinn að handsama "Björn" af einhverju tagi.



Hér sjáum við eitthvað annað sem endar á -björn í höndunum á einhverjum.

Það er ekki víst að Hr. Stevens hafi nokkurntíma einusinni heyrt orðið "ísbjörn" í heild sinni, heldur einungis "ís" & "björn," og aldrei í sömu setningunni. Svo hann er maðurinn í djobbið. Það er ekki hægt að notast við danska ísbjarnasérfræðinginn núna þegar hann hefur séð ísbjörn, og veit að auki hvað virkar ekki á hann.

***

Merkilegt veður núna. Eins og sólin er búin að skína undanfarinn mánuð, þá verður örugglega haglél á þjóðhátíð. Svo berst á land Ísbjörn.

***

Ég virðist hafa trassað þetta:



Og að sjálfsögðu:



Ísbjörn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli