laugardagur, júní 07, 2008

Dagur 95 ár 4 (dagur 1555, færzla nr. 690):

Þegar maður er að búa sér til samloku er best að líta ekki af hráefnunum. Ef maður gerir það, þá stelur kötturinn þeim.

Helvítis köttur.

***

Fékk hausverk af því í gær að gera ekkert. Í allan vetur var ég með verk í vinstri hendinni af því að stýra lélegum sendibílum, og í þeirri hægri af því að reyna að skifta um gír í lélegum sendibílum.

Gírkassinn í Ford Transit hlýtur að vera sá versti í heimi.

***

Það voru undarleg aukahljóð í bílnum. Af því að því er virðist vegna þess að skálin utanum bremsurnar að aftan ryðguðu í sundur og molnuðu í slitfletina, og gáfu þannig frá sér hljóð.

Já. Það er áhugavert að eiga gamlan bíl.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli