Dagur 242 ár 4 (dagur 1702, færzla nr. 731):
Allt í lagi, þá er komið að því, kvikmynd kvöldsins:
Síðistu tvær myndir voru alveg þolanlegar, að mig minnir, þar af var önnur nokkuð góð. En þessi, þessi mynd... hún er vond. Vond vond. Vond á vondan hátt.
Sko, á Íslensku heitir þessi ræma beint þýtt: "Hendur: hendur örlaganna."
Vond mynd, fattiði? Meira að segja titillinn er mjög asnalegur. En, þetta er líka ein fyndnasta mynd sem ég hef séð á árinu. Með talið ræmunni þarna um hvatberana sem ætluðu að yfirtaka heiminn.
Því TorGO er í þessari mynd. Engin önnur mynd sem ég man eftir í svipinn er með toRGo. TORgo er maðurinn!
Hérna er hún, kvikmynd kvöldsins: Manos, the hands of fate:
Og hér, endurskoðuð aðeins af MST3K:
Njótið vel, tvisvar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli