miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Dagur 267 ár 4 (dagur 1727, færzla nr. 737):

Ekkert á seyði í dag. Ætlið það verði gott riot hjá þeim næstu helgi? Hvað bætast margir við á dag núna? 200?
Þeir sögðu í fréttum að það væri á annað hundrað, svo það eru líklega 101.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki enn búinn að fatta að það er verðtrygging hérna. Þvílík séní. Ekki er mér ljóst hverjir eiga þá að borga vextina fyrir þá, ef allir eru á hausnum og á bótum eða á leið úr landi með Norrænu.

Annað áhugavert í því sambandi: þessir gaurar á þingi virðast líta á verðtrygginguna sem einhvert náttúrulögmál sem ekki er hægt að hrófla við. Af hverju? Ég veit ekki betur en þetta séu bara lög sem hægt er að breyta eins og öllum öðrum lögum. Nú, ef þeir vilja ekki losa sig við hina mjög svo skemmtilegu verðtryggingu, þá er málið að lækka vextina niður fyrir 1%. 0.1% væri þá málið næstu 5 árin eða svo. Fólk réði við það.

En þetta eru náttúrlega einstakir þorskhausar þarna.

Það er náttúrlega alveg frábært að eiga pening inn á bók hérna núna, en það búa bara ekkert allir svo vel.

Svo þegar fólk missir húsið því það getur ekki greitt af því, hvað þá? Það er ekkert mikið hægt að selja fasteignirnar. Ekki nema þá á niðursettu verði, því maður má búast við því að verða gjaldþrota af því að taka lán upp á ekki hærri fjárhæð en 10 milljónum. Það mun hækka umfram útborgun nema maður hafi hærri laun en hægt er að verða sér úti um núna.

Það var svolítið áhugavert þetta með lögreglustöðina. það var nýr vinkill. Úkraínumaður sem ég vinn með er hissa á að það skuli ekki vera búið að skandalisera meira, kveikja í hlutum, setja menn í fangelsi.

Hann er ekkert ánægður. Í Úkraínu væri búið að fangelsa einhvern fyrir þetta mál, segir hann. Hér? Ekkert.

Hvenær verður svo alvöru riot, með eldsprengjum og grjóti?

Ég sé ekki fyrir mér að núverandi klúður verði lagað neitt í bráð, mér hefur ekkki sýnst það, svona einhvernvegin á þeim. Of upptekin við umræðustjórnmál. Sem felast í að tala í hringi en gera ekkert.

"Við vissum þetta í febrúar," segja þau öll. Hvort sem í stjórn eða stjórnarandstöðu. Jæja, segi ég. Og hvorki stjórnin né stjórnarandstaðan sá sér fært að gera einhverjar ráðstafanir á þessum 8 mánuðum eða svo?

Hvað voru þau eiginlega að gera?

Hmm...

Hvenær ætli Íslendingar verði aftur 250.000? Á næsta ári? Og þeir sem verða eftir verða allir í skóla, á bótum, á sjó eða í áli. Ágóði af landsframleiðzlu nær upp í skuld, svo landið verður sífellt skuldugra og skuldugra.

Svona eins og Zimbabwe.

Ef við spreyjum Davíð Oddson svartan, þá verður hann mjög svipaður Múgabe.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli