föstudagur, nóvember 07, 2008

Dagur 248 ár 4 (dagur 1708, færzla nr. 733):

Ég skil ekki alveg hagstjórnina. Þeir ætla sér víst að taka lán uppá 6 milljarða dollara, sem eru 768.000.000.000 krónur að núvirði - dollarinn er 128 krónur. Hverjir eru vextirnari af því?

Ú USA eru vextirnir skilst mér komnir niður í 0.5%, það er svipað í Japan, og á niðurleið á nokkurnvegin flestum stöðum í evrópu.

Segjum að það séu 1% vextur á ári. Það væru 7.680.000.000 á ári, plús eitthvað af höfuðstól, sem þyrfti þá að borga, segjum 8 milljarðar.

Utanríkisþjónustan kostar 2.5 milljarða. Það má sársaukalaust leggja það niður, ekkert okkar saknar sendiráðanna. Hvar finnum við 5.5 milljarða í viðbót? Ja, það eru 12 ráðuneyti:

fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti, samgöngurráðuneyti, menntamálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti

Það er mikil skörun þarna éns og allir sjá, svo þeim má vel fækka á þennan hátt:

Fjármálaráðuneyti & viðskiptaráðuneyti fjala um sömu hlutina, peninga, og ættu því bara að vera eitt ráðuneyti. Hitt má alfarið losa sig við, og spara þannig launakostnað og skrifstofuviðhald.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti & iðnaðarráðuneyti fjalla öll um sama hlutinn, peninga, og eiga því að heyra undir fjármálaráðuneytið.

Umhvefisráðuneytið er hrein sóun á pening, og þarf að fara algerlega.

Heilbrigðisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti & menntamálaráðuneyti fjalla um félagslegan hag fólks, og eiga öll að vera undir sama ráðuneyti, eða félagsmálaráðuneytinu.

Og þar sem ég legg til að öllum sendiráðum verði lokað höfum við lítið að gera við utanríkisráðuneyti. Vandamál frá útlöndum geta farið beint í viðeigandi ráðuneyti, milliliðalaust.

Þá eru eftir 5 ráðuneyti, sem er alveg yfirdrifið nóg: fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti & samgöngurráðuneyti. Fækkun um 7. Og þar sem hver ráðherra er á ofurlaunum, er þar sparnaður um 84 milljónir á mánuði bara við að þeim fækki, svo er minnkuð húsnæðisþörf uppá alveg hrúgu, viðhald uppá ekkert mikið minna og allt þetta starfsfólk sem getur loksins farið að gera eitthvað uppbyggilegt í stað þess að vera baggi á samfélaginu.

Samanlagt er það örugglega milljarður á ári, ef ekki meira.

Þá vantar okkur enn 4.5 milljarða.

Ja, það kemur ekki til greina að borga neinum af þeim sem er á þingi, í seðlabankanum eða í neinu slíku opinberu embætti eftirlaun eftir það sem þeir eru búnir að gera okkur, og sparar það formúgu fjár á hverju ári.

Þá væri til dæmis gott að lækka stýrivextina niður í svona 2%, áður en allir skattgreiðendur landsins fara á hausinn og fara á bætur eða til útlanda, eins og mér skilst að Reynir verði að gera.

Að auki stendur alltaf til boða að borga bara einfaldlega ekkert Bretum. Ég styð þá hugmynd. Gefa þeim bara fingurinn. Borgum öllum öðrum. Ef þeir ætla sér að rústa okkar fyrirtækjum undir því yfirskyni að það séu hryðjuverkasamtök, þá eigum við ekkert að vera að gefa þeim pening. Ekki gæfi AL-Kæda bandaríkjamönnum pening. Ef við erum terroristar, þá hegðum við okkur sem slíkir gagnvart þeim sem segja okkur slíka.

Hvað hafa bretar annars við peninga að gera? Þeir eru ekkert nema chavs hvort eð er.



Chavs.

Fokk þeir.

Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu gert. Neibb. Ég er viss um að það verður stofnað sérstakt kreppumálaráðuneyti, og útlenda lánamálaráðuneytið, að ótöldu atvinnuleysismálaráðuneyti, sem fjölgar ráðuneytunum í 15.

Svo verða stýrivextirnir hækkaðir upp í 20%, sem veldur algjöru gjaldþroti, og svo verður klikkt út með því að þjóðvæða álverin.

Hey, þetta eru sömu gaurarnir og gerðu bankana gjaldþrota til þess að taka þá yfir.
Hér er lag tileinkað þeim:



Destruction - Total Disaster

Engin ummæli:

Skrifa ummæli