miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Dagur 153 ár 5 (dagur 1978, færzla nr. 818):

Þá er þessi þjóðhátíð loksins búin. Síðustu eftirlegukindurnar að tínast í burtu. Mishressar. Ekkert um það að segja svosem. Það verður þá kannski hægt að slappa aðeins af.

Horfa á teiknimyndir. Nægur friður til þess. Það þýðir ekkert að horfa á sjónvarpið. Nei. Það kemur alltaf einhver og fer að nöldra. "Ertu að horfa á ÞETTA?" Voða hissa.

Svosem lítið að hafa í sjónvarpinu, en ef það er þó eitthvað, þá fyrst byrjar fólk að nöldra út af því. Svo það er best að glápa bara á teiknimyndir. Þær eru frekar stuttar, sem er plús.

Þær er meðal annars hægt að nálgast hér, þökk sé einhverri holu á höfundarréttarlögum. Rétturinn er allur í Asíu. Þar eru svona 500.000.000 áhorfendur að þessu, á meðan hér eru svona 1-2 milljónir, ef þá svo mikið. Aðeins færri. Kannski ekki skrítið að þeir séu ekki mikið að eltast við þetta.

Þetta er allt japanskt. Ekki allt á japönsku þó, en vissulega allt framleitt í Japan. Ég man að þessi tegund af teiknimyndum rataði oft inn í barnatímann á rúv, og var þá titlað sem "Hollensk teiknimynd." Sem olli smá heilabrotum þegar loka kreditlistinn var allur á myndletri.

Annað sem gerir þetta stöff svolítið illseljanlegt er að þetta er gert fyrir allt annan menningarheim. Og svo er tungumálið:

Vitiði að það eru meira en 10 orð yfir "Ég" á Japönsku? Það eru ekki ýkjur. Ég skal telja upp nokkur:

Atashi (ef þú ert kvenkyns)
Boku (ef þú ert unglingstrákur, mjög óformlegt. Sá sem notar þetta orð á á hættu að hljóma eins og teiknimyndapersóna.)
Jibun
Ora (ef þú ert sveitavargur)
Ore (ef þú lítur stórt á þig)
Sessha (Það hefur enginn notað þetta síðan á 16. öld)
Soregashi
Uchi (Ef þú ert kvenmaður frá Osaka. (Osaka er einskonar hliðstæða Selfoss, eða Akureyrar þarna úti))
Wagahai (Þú lítur mjög stórt á þig, og varst uppi á 14. öld.)
Warawa
Ware ("Vér")
Washi (ef þú ert gamlingi)
Watakushi (aðeins of formlegt)
Watashi (Mátulega formlegt við allar aðstæður)
Yo (bara notað við einhvejar mikilvægar serímóníur.)

Þetta er ekkert mál, þeir nota bara svona helminginn af þessu. Svo eru allavega 15 orð fyrir "Þú", ég nenni ekki að telja þau upp, svo hér eru þau helstu:

Anata: Standard "Þú"
Kimi: ef þú ert yngri en ég.
Omae: Ef ég þekki þig persónulega, annars er þetta mjög gróft.
Temee: ÞÚ!!!! (svo hendir maður grjóti...)

Svo getur maður fengið hausverk ef maður fer að velta sér upp úr öðrum viðbótum. Það er ekkert nóg fyrir Japana að hafa bara "Hr" & "Fr." Nei nei.

Þetta hafa þessir pjakkar. Svo er ekki til orð yfir fullt af mikilvægum hlutum, svo þeir sletta bara ensku þegar það á við eða það verður bara að ráða í út frá samhengi.

Það er 3 tegundir af myndletri: eitt fyrir skrautskrift, eitt sem er bara kínversk tákn, og eitt sem er notað til að stafa tökuorð. Það er hvorki R né L í tungumálinu. Hvorugt. Það er hinsvegar eitthvað sem er bæði. Sem útskýrir ýmislegt...

Kristnir eru svona ámóta algengir í Japan og Gyðingar hér. Það er ágætt að vita það fyrirfram svo maður fari ekki að misskilja neitt. Megnið af þeim eru Búddistar, eða aðhyllast Shinto. Það er eitthvað sem maður þarf að stúdera nánar... eitthvað í sambandi við 8 milljón guði. Sem betur fer skiftir það nær engu máli í framvindunni svona yfirleitt.

Allt þetta dót birtist í þessum teiknimyndum, og veldur undrun þeim sem ekki eru vanir þessu öllu.

Og það versnar: hvaða bjáni sem er virðist geta komist í að gera teiknimynd. Sem er strangt til tekið ekki rétt, það er fokdýrt að gera jafnvel mjög vondar teiknimyndir. Nei nei. Hinsvegar getur bókstaflega hvaða bjáni sem er gefið út myndasögu. Sem verður svo nógu vinsæl til að einhver sjái sér hag í að gera 20 þátta teiknimynd upp úr henni.

Ef þetta væri svona hér þá væri búið að gera 40 þátta teiknimyndaseríu upp úr símaskránni núna.

Og allar persónurnar eru nákvæmlega eins. Sem er bæði Japönum að kenna, og bandaríkjamönnum: Japanir vilja ekki skera sig uf mikið úr, svo þeir gera allt í sama stíl. Og sá sem allir apa allt eftir var mjög hrifinn af Bamba og Betty Boop.

Sko: allt of stór haus, risastór augu, líkami í svolítið ýktum hlutföllum.


80 árum seinna, síað gegnum kynslóðir af misrugluðum Japönskum myndasöguhöfundum, þá er þetta orðið svona:



Of stór haus, allt of stór augu, undarlegt hár... Svipað, ekki satt?

Munurinn á teiknimyndunum um Betty og þessum Japönsku er helst sá að það er aldrei hætta á að hausinn á Betty springi í loft upp, klofni eða verði fyrir öðru hnjaski, henni verði nauðgað, það verði kveikt í henni, hún étin af úlfum, pöddum, vélmennum eða einhverju, né heldur fer hún að reyna við aðrar kvenkyns teiknimyndapersónur, nú eða bróður sinn. Krípí.



Í meðallagi rólegur dagur á skrifstofunni.

Þetta er svona. Ég gæti nefnt dæmi. Geri það næst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli