sunnudagur, ágúst 09, 2009

Dagur 157 ár 5 (dagur 1982, færzla nr. 820):

Smári læknir stoppaði mig þar sem ég var á vappi úti á götu, og spurði mig hvort væri mikilvægara: hvort það er búið að tæma úr kömrunum eftir þjóðhátíðina, eða óendanleiki alheimsins.

Ja, það er skemmtilegra að hugsa um óendaleika alheimsins en einhverja kamra, býst ég við...

***

Kariokí... já.

Eins og það er nú lúmskt gaman af því að fara í ölver og fylgjast með mis-ölvuðum mönnum gera tilræði við hin og þessi misgóð lög. Þetta sport ku vera tekið mjög alvarlega í asíu.

Mjög svo. Svo mikið að það er texti með upphafsmúsíkinni í sjónvarpsþáttunum þeirra. Eða bara teiknimydunum. Þetta er það fyrsta sem maður tekur eftir, því þættirnir byrja langfelstir á upphafskreditlistanum.

Svo er þetta stundum þýtt, sem þýðir að það getur vel verið þrefaldur texti á þessu: japanska skrifuð með myndletri, japanska skrifuð með rómversku letri, og svo enska þýðingin á öllu saman. Þetta gildir líka fyrir lokalagið. Eða bara fyrir alla tónlyst í þættinum. Þetta var úr "Melancholy of Suzumiya Haruhi," ef einhver hefur áhuga á að eltast við þá vitleysu.

Oftast er þetta slæmt eins og flest sem maður heyrir í Júróvisjón. Stundum verra, og stundum betra.

Það er sjaldgæft að sama lagið sé látið endast alla 24 - 26 þættina. En það gerist. (Higurashi no nako koroni fyrst, sem er þessi þar sem krakkarnir kála hvor öðrum með 4 þátta millibili; svo Evangelion - sem er þessi þar sem risastór vélmenni skera risastóra "engla" sundur með dúkahnífum.)

Skuggalega oft þess eðlis að það festist milli eyranna á manni og vill ekki fara. Og það hjálpar ekki að hlusta bara á eitthvað annað í staðinn. Það strokast ekkert yfir þetta. Neibb. Það kemur bara playlisti. Svo verður þessi andskoti bara þarna næsta mánuðinn eða svo.

Azumanga Daioh ræðst á eyrun á ykkur.



Uninstall. (úr Bokurano) Ef þið hafið verið að klikka eitthvað á linkana, þá muniði óska þess...

Stundum er ekki texti, (Monster - sama instrumental lagið alla 74 þættina.) þá getu náttúrlega ekki verið Karíóki, og í örfáum tilfellum er bara ekki texti. Vegna þess að... bara. Textinn bara skiftir ekki máli. Síðasti linkur hér á undan er á lag með Juno Reactor sem var notað ú byrjunina á Texhnolyze. Og á þokkalega vel við. Það er hálf tilgangslaust að reyna að syngja með.

Hve ölvaðir eru menn eiginlega þegar þeir koma heim og fara að glápa á sjónvarpið, ef þeir finna hjá sér hvöt til að syngja með upphafsmúsíkinni?



Hafiði nokkuð velt fyrir ykkur hvað gerist ef það er einhver í símaklefanum þegar Súperman þarf að skifta um föt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli