Dagur 176 ár 5 (dagur 2001, færzla nr. 826):
Já. 2001 dagur síðan ég byrjaði á þessu. Vá. Og það líða 2.4 dagar milli færzlna. Hvernig ætli það verði við 3000 daga markið? Svipað? Líklega. 3 ár í viðbóð?
Á þessum tíma hefur ýmislegt gengið á. Jarðskjálftar... ísbirnir - raunverulegir og ímyndaðir - landið varð gjaldþrota eins og það lagði sig. Eftir 3 ár í viðbót - 1000 daga - spái ég því að landið verði enn á hausnum. Hagstjórnin er bara ekki betri en það Hefur aldrei verið, sýnist mér.
Ég skal segja ykkur hvað ég hef fyrir mér í því: við erum örfá, með helling af iðnaði sem græðir á tá og fingri (eða ætti að gera það ef allt væri með felldu) en samt hefur verið umtalsvert meiri verðbólga hér en allstaðar annarsstaðar í heiminum, að Zimbabwe undanskildu.
Nú er liðið byrjað að mótmæla aftur niðri á austurvelli. Sniðugt. Hefði mátt gerast fyrr. Og var reyndar fyrirsjáanlegt. Hélt fólk í alvöru að ÞETTA lið myndi laga eitthvað?
Hvar er annars þetta eldgos sem ég er búinn að vera að bíða eftir síðan fyrir 2001 degi? Eða lengur. Hvernig geta liðið næstum 5 ár án þess að það verði eldgos?
Ég er búinn að trassa þetta of lengi:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli