föstudagur, október 16, 2009

Dagur 225 ár 5 (dagur 2050, færzla nr. 840):

Er þá ekki kominn tími til að fara að undirbúa Páskana? Ég meina, sumir eru þegar búnir með jólaundirbúninginn, búnir að hrista rykið af jólaskrautinu og búnir að búa til smákökur. Þá er spurning að fara að huga að páskunum.

Hvað gerir fólk á páskunum? Jú, það borðar súkkulaði, tilbiður hænuunga og irriterar kínversk stjórnvöld með gulum borðum út um allt. Því eins og allir vita, þá kom Falun Gong með páskana.

Á sama tíma er kannski athugandi að byrja að undirbúa sprengidaginn. Það þarf að lagera kjötið aðeins svo það verði eins og í gamla daga. Það voru engar frystikistur þá.

Vissuð þið, að þegar amma var ung, þá voru gafflarnir til þess að halda matnum föstum til þess að hann skriði ekki af disknum á meðan maður var að borða hann?

Söguleg staðreynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli