Dagur 229 ár 5 (dagur 2054, færzla nr. 841):
Þá er komið að því aftur - þó það kæmi betur út á föstudegi: Kvikmynd kvöldsins. Eftir þessa treilera:
Stacy. Kvikmynd sem skoðar hvað gerist ef allar stelpur á milli 15-17 ára breytast skyndilega í zombíur. Og ég sem hélt að Saikano væri með dáldið absúrd plotti.
Six String Samurai. Er það bara ég, eða lítur þessi náungi út eins og Guðni?
Star Crash
Og kvikmyndin:
Death Rage, frá 1976, með Yul Brynner.
Ekki al-slæm mynd. Hún hreyfist stundum. Eins og síðasta kvikmynd kvöldsins er hún, ja, B-mynd. Það eru þarna einhverjir mafíósar með hatta. Verður að hafa svoleiðis. Svo keyrir einhver fyrir björg, sem er líka nauðsynlegt.
Poppið bara fyrst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli