Dagur 234 ár 5 (dagur 2059, færzla nr. 842):
Jæja, hvað er langt í að landið fari á hausinn? 2010? 2024? Ég hef nægan tíma, ég get beðið.
Sumir eru að spá því að Bandaríkin fari á hausinn, jafnvel bara á þessu ári. Byggt á einhverju. Jú, þeir skulda, sum fylki meira en önnur - Kalífornía nokkuð meira en flest. Önnur eru bara á góðri leið með að renna niður í þriðja heim. Þetta verður stór Brazilía eftir svona 50 ár. Með favelum og allt.
Við hinsvegar, við fáum að vera í kreppu smá stund. Lengur en Evrópa, sennilega. Við erum líka með verðbólguaukandi aðgerðir, fælandu burt fjárfesta og olíuleitendur og iðnaðarmenn.
Það er ekkert langt í meira hrun hjá okkur. Það verður þegar stjórnin kemst að því, empírískt, að fjárlögin eru byggð á draumórum en ekki raunsæi. Það sem þeim finnst að eigi að vera hægt, vs. það sem er hægt í alvöru.
Hér er mynd til að draga athyglina frá þessum ferlegu hugleiðingum:
Hugsum bara um að fara í sólbað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli