föstudagur, október 30, 2009

Dagur 240 ár 5 (dagur 2064, færzla nr. 844):

Það kemur að því að rafbílar fara að fást. Ég spái því að þeir muni allir líta eins út, þ.e. eins og afkvæmi hamsturs og bólgins nýra, og þeir munu allir verða gráir á litinn, en mis-gráir til að þekkjast í sundur.



Með heppni verður bíll framtíðarinnar bara 35% ljótari en þessi.

En hvernig veit maður þá hvar bílinn sem maður ekur er framleiddur? Jú, ég get hjálpað:

Rafbíllinn þinn r sennilega amerískur ef:

Rafmagnsdótið inni í bílnum (sat-nav, rúðuupphalararnir, loftljósin osfrv)notar meiri orku en vélin.
Þú getur komið IKEA húsgögnunum inn í hann. Samsettum.
Það myndast dularfullur olíupollur þar sem þú leggur honum yfir nótt.

Rafbíllinn þinn gæti verið Ítalskur ef:

Hann virkar ekki.

Rafbíllinn þinn gæti verið breskur ef:

Það kemur blár reykur úr honum. Og daginn eftir virkar hann ekki. Og svo myndast olíupollur...

Þýski rafbíllinn virkar mjög vel svona á pappírunum, en þú færð ekki að keyra hann út af einhverju bírókratísku vandamáli.

Rafbíllinn þinn er örugglega Franskur ef:

Hann gengur fyrir Diesel.

Rafbíllinn þinn gæti verið Rússneskur ef:

Hann er búinn til að miklu leiti úr blýi, það þarf aldrei að setja hann í hleðzlu og það er gríðarstór kassi aftan á honum sem þú veist ekkert um, nema að í notendaleiðbeiningunum stendur: Не беспокойтесь об этом. Выпей водки и забыть о нем.

Rafbíllinn þinn gæti verið japanskur ef:

Það er ekkert að bílnum per se, en í hvert skifti sem þú ferð út að keyra ræðst zaku á þig.

Það fylgdi með honum afar krípí vélmenni sem þráir ekkert heitar en að hreinsa úr eyrunum á þér með eyrnapinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli