Jæja... ég hef verið á miklu meira flandri í ár en nokkru sinni fyrr. Og hér eru fleiri myndir til að sanna það:
Þarna er ég fyrir utan Katólsku kirkjuna í Tokyo. Það er í útjaðri Chiyoda- hverfisins. Það hverfi dregur nafn sitt af Keisararhöllinni, sem er nokkuð umfangsmikil.
Þessi eru þarna sitt hvoru megin við þessi gatnamót. Þetta gula er sýnist mér veitingastaður.
Ég fyrir utan einhverja sjoppu. Eins og sjá má er þetta tré ekki eina tréið þarna. Reyndar var meira af trjám en ég hafði búist við.
Þetta einkennilega hús er ekki bara mjótt, heldur líka stutt. Ég get ekki ímyndað mér að það sé mjög þægilegt að búa þarna. Vegg-parketið er áhugavert lúkk.
Ég var þarna.
Lestarkerfið og áin. Ein af mörgum.
Sjáið þetta úrval af byggingum. Þeir eru greinilega ekki með íslenska skipulagsfræðinga þarna, til þess að skemma fyrir.
Þetta mun Yushima hofið vera. Þar gerast hoflegir hlutir.
Þarna er ég við jaðar Akihabara, sem er merkt á kortið sem "electric & pop-cultural town."
Svona lítur það út, á vrikum degi.
Þarna gefur að líta sjálfsala, og fyrir framan þá er stelpa í bleikri múnderingu að auglýsa Maid-cafe.
Þarna er ég, að bíða eftir karrýinu. Það var mjög sterkt karrý þarna. Og ekkert sérlega dýrt heldur.
Þessi er að auglýsa maid-cafe með efnavopna-þema... sýnist mér. Eða eitthvað svoleiðis.
Gluggaskreyting.
Kalt grænt te. Ekki espresso. Ekki einu sinni lýkt. Þetta var með smá sykri - sem er bara ekkert algengt íblöndunarefni í Japan. Þetta var alveg ágætt.
Úti á götu um kvöld.
Reiða öndin.
Matsölustaður
Þessi gluggaútstylling er úr plasti.
Vegamerkingar geta verið svolítið einkennilegar þarna.
Þetta var fyrsti dagurinn. Hann fór bara í rölt fram og aftur til að skoða, til að átta mig á hvernig allt sneri og hverjar vegalengdirnar væru. Allt reyndist vel innan seilingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli