sunnudagur, júní 30, 2013

Tokyo - hof fullt af stríðsmynjum

Dagur 118 ár 9 (dagur 3403, færzla nr. 1208)

Höldum áfram:


Þarna var ég.  Veit ekki hvaða dót þetta er.

Garður fullur af allskyns skrýtnu stöffi.


Hof, og nokkur kræklótt tré.  Japanir eru hrifnir af kræklóttum trjám.


Bonzai tré.


Þarna er það, í þessum kassa.


Þetta var frekar löng bygging, full af trjám.  Hvert tré hafði mikið pláss.


Einhver bygging við hliðina á hofinu.  Það eru alltaf minnst tvö hús - eitt svona, og hofið.  Svo eru tvö-þrjú önnur mannvirki sem eru ekki hús.




Ég var þarna.


Snúrur með miðum á.  Algeng sjón við svona hof.


Stríðsminjasafnið.  Í því eru minjar frá öllum styrrjöldum sem Japanir hafa tekið þátt í síðan á Meiji tímanum.  (Þar kemur líka fram, ef maður les milli línanna, að stór ástæða þess að Japanir tóku þátt í seinna stríði var þeirra eigin afturhaldssemi fram að Meiji tímanum.  Önnur er heimsveldisstefnan í Evrópu.)


Fallbyssa.  Riffluð.


Líkneski af bát.  Afar mikilvægur bátur, þetta.


Ég að velta fyrir mér hvað er svo merkilegt við þennan bát.


Mitsubishi Zero.


Ég var þarna.


Lest.  Hvaða staður hefur C í bílnúmerinu?


Zero séð aftan frá.  Venjulega sáu kanar þær frá þessu sjónarhorni.


Vélbyssa úr Zero.  Þetta er eldri týpan, með 60 skota tunnu-magasíni.  Mig vantar svona á húddið á bílnum mínum.


Fallbyssa síðan í seinni heimstyrrjöld.  Sjáið skemmdirnar.  Þetta er eftir skotbardaga. 


Séð að framan 


Þetta munu vera einu eintökin sem eru eftir.


Ég var þarna.


Yfirlitsmynd af svæðinu.


Fallbyssur.

Svo mátti ekki taka myndir inni á safninu.  Það var fullt af allskyns undarlegum hlutum.  


Hér er vídeó - ég að þvælast rétt hjá almenningsgarðinum, að drekka bjór og að þvælast í Akihabara.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli