Vá, langt síðan ég hef haft eitthvað annað að hér en ferðamyndir. Ég er orðinn hálf-vanur því. Svo, hér er eitthvað drasl sem ég keypti í Japan:
Þetta er nammi. Frá vinstri. Frá toppi og niður, 1: Tyggjó, 2: hnetu-súkkulaði, 3: súkkulaði af einhverju tagi, 4: karamellur af mest normal sort.
Þar við hliðina, græni kassinn: grænt súkkulaði. Sá rauði: guð einn veit.
Þar við hliðina: súkkulaði, brjóstsykur, mentól brjóstsykur. "No Do Ame" heitir hann.
Þar við hliðina: Nammi af einhverju tagi. Súkkulaði. Hiroshima kökur (örugglega geislavirkar), og karamellur.
Lengst til hægri: "Megashaki." Veit ekki meir. Svo er kryddað þang. Rauði kassinn: karamella með baunabragði. Græni kassinnn: dularfullt magalyf.
Þetta keypti ég fyrir vinnufélagana. "Peace" eru með 21 gramm af tjöru. Seven Stars segja þeir að sé allt í lagi. Mevius - hægra megin, ku vera bestu sígarettur sem framleiddar hafa verið. Hitt er allt frekar normalt.
Ég get ekki tjá mig um það.
Stafsetningin á boxinu fer svolítið eftir frá hvaða hlið maður sér það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli