Dagur 208 ár 9 (dagur 3493, færzla nr. 1233)
Á hverju ári verður hver ríkisstofnun stærri um sig og dýrari í rekstri. Þetta þarf almenningur að borga einhvernvegin, og er það oft gert með því að búa til einhverjar reglugerðir sem fólk þarf að uppfylla með ærnum tilkostnaði.
Við munum til dæmis eftir því hér í denn, að það að taka bílpróf var andskotans nógu dýrt þegar það kostaði 30-40.000 kall (sennilega um 80K að núvirði.) Nú hefur það hækkað uppí 200K +, og mun fara hækkandi, vegna þess að það er þannig sem ríkið virkar.
Hugsum nú aðeins um þetta.
Eftir 20 ár verður kostnaðurinn líklega kominn uppí 500K +, (núna, milljón kall þegar þar að kemur). Þetta veldur því að fátækasta fólkið mun ekkert hafa efni á bílprófi.
Þetta hefur nokkrar augljósar afleiðingar, og nokkrar ekki svo augljósar.
Skoðum fyrst þær augljósu:
Það er ekki hálauna djobb að sendast með pizzur, svo í það velst fólk sem á ekkert of mikinn pening. Þeir sem eru orðnir eldri en 30 eru oftast komnir í ágætis djobb. Sem sagt, eftir 20 ár verður skortur á pizzusendlum. Og sendlum almennt. Svo mjög að horfir til vandræða.
Þetta má að sjálfsögðu leysa með því að ráða fólk sem hefur ekki bílpróf. Og það verður gert.
Þetta leiðir till minna augljóss máls, en fyrst verið er að ráða pizzusendla próflaust, af hverju ekki að ganga alla leið og ráða trukkabílstjóra með ekkert meirapróf?
Þessi einfalda lausn mun spara mikinn pening. Að leysa málið ekki svona mun valda áhugaverðum og dýrum vandamálum.
Eftir svona 40 ár verður enginn yfir fimmtugt með bílpróf. En það þýðir ekkert að það verði minni umferð. Þetta er bara praktískt atriði sem verður að leysa á þennan ódýra og skemmtilega hátt.
Hvernig viðeigandi ráðuneyti bregst við veit ég ekki, en það verður mjög dýrt, og mjög skaðlegt íslendingum sem þjóð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli