Dagur 199 ár 9 (dagur 3484, færzla nr. 1231)
Nú er búið að skila inn undirskriftum þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði kjur í Vatnsmýrinni, þessu mjög svo eftirsótta byggingarlandi þeirra í Borg Óttans.
Þetta mun vera fjölmennasta undirskriftarsöfnun frá upphafi. 69.000 manns tóku þátt.
Ég geri fastlega ráð fyrir að ekkert mark verði tekið á því, og flugvöllurinn verði rifinn, með þeim afleiðingum að vel yfir 200 manns missa vinnuna strax, innanlandsflug leggst að mestu niður, og efnahagur Reykjavíkur taki smá dýfi strax, en meiri dýfu þegar kemur á daginn að þeir voru að gera mistök, og sóuðu nokkrum milljörðum í að smíða stórt hverfi sem ansi fáir hafa efni á að búa í - eða hafa ástæðu til lengur.
Ég er enn að velta fyrir mér hvaða vitiringar það eru sem álíta svæðí sem heitir "Vatnsmýri" með rentu vera eitthvert ídeal byggingarland. En það verður gaman til þess að hugsa að þetta eru flest umhverfisverndarsinnar, og að vita af þeim ræsandi fram mýri er vissulega skemmtilegt.
Annars hefur mér nú sýnst borgaryfirvöld heldur fjandsamleg náttúrunni.
Þeir hafa eitthvað á móti ösp. Þeir hafa eitthvað á móti máv, og sennilega öðru fuglalífi líka. Lúpína hefur lengi verið mikill óvinur þeirra, og hefur borgin kastað á glæ miklu fé til að reyna að uppræta þá plöntu. Nú seinast var einhver kryddjurt að abbast uppá þá.
Já, reykvíkingar eru óheppnir með stjórn, eins og landsmenn allir. Að hafa yfir sér náttúrufjandsamlega menn með ekkert vit á hagfræði yfir sér.
Hey, þið kusuð þetta. (Ekki að margt skárra hafi verið í boði.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli