Dagur 183:
Það er mikið öðruvísi að vera í skóla en að vinna. Í vinnunni var ég umkringdur allskyns teiknimyndafígúrum:
Fyrst ber að nefna Dumb & Dumber, eða þar til Dumb var fluttur til, og þá neyddumst við til að öppgreida Dumber í Rainman. Hinumegin fréttum við svo af Karate Kid. Afhverju fengu þeir Karate Kid, en við sátum uppi með Rainman? Fúlt.
Svo, viku áður en ég hætti eða svo, byrjuðu D'Artagnan og Jenni. Já, einmitt, nýji gæjinn í skyttunum þremur, og Jenni. Það er víst Tommi þarna einhversstaðar, en ég hef ekki hitt hann, eða bara veit ekki hver það er.
Svo var kuldaboli sjálfur að vinna í kælinum, og það má færa rök fyrir því að eingöngu tröllkallar fáist til vinnu sem vörubílstjórar.
En í skólanum, hvað hef ég þar?
Hjúkrunarkonur, allar að skríða af besta aldri... Jæja, Mjallhvít, en það eru engir dvergar.
Já. Það er mikill ævintýraheimur í flytjanda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli