Dagur 193 ár 2 (dagur 558, færzla nr. 310):
Mikið er mér illa við sumar auglýsingar. Þessi furðulega auglýsing sem var aftaná Blaðinu i morgun til dæmis, hvað á hún að þýða?
Eitthvert krípí andlit, starandi út í bláinn, eða réttara sagt, á mig. Ég er ekki hrifinn af þessu. Ég er ekki hrifinn af hálf-ógnvekjandi starandi andlitum. Mig langaði til að kýla það, en sætti mig loks við að snúa bara blaðinu við.
Og ég veit ekki hvað er verið að auglýsa heldur. Hvað er þá fengið með þessu? Hverju vill þessi auglýsandi koma á framfæri?
"Hey! Við erum komin til þess að ógna þér við morgunverðarborðið!"
eða:
"Við erum miklu meira krípí en þú!"
Ég botna ekkert í þessu. Ég vil kenna Sirrí á skjá einum um þetta. Hún hefur þetta sama ógnandi, starandi augnarráð, líkt og brjálaður ófétiskrakki. Týpan sem maður varð alltaf að passa sig á hér til forna, henda í þá grjóti ef þeir voru til of mikilla vandræða. Meiða þá vel svo þeir fari, og haldi sig fjarri.
Er ekki hverjum nóg að vera með eitt illt auga?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli