Dagur 187 ár 2 (dagur 552, færzla nr. 308):
Er skynsamlegt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til ... einhversstaðar annarsstaðar?
Með: þetta er stórt byggingarland.
Á móti: þetta er mýri, þessvegna heitir þetta "Vatnsmýrin".
Með: með því að flugvöllurinn hverfi úr mýrinni minnka líkurnar á að flugvél hrapi í Reykjavík.
Á móti: Líkurnar á að flugvél hrapaði í RKV voru alltaf litlar. En ef völlurinn fer út á löngusker minnka líkurnar ekki nema um 10% eða svo, ef þá svo mikið, ef hann fer út á Álftanes (sem verður aldrei vinsælt) þá hrapar hypothecical vélin okkar bara á fossetann í staðinn, ef flugumferð fer svo til KEF, þá aftur aukast líkur á veseni, því þar er nú þegar töluverð traffík.
Með: með því að færa völlinn einhvert annað fæst betra skipulag innan RKV.
Á móti: skipulag innan RKV er lélegt því þeir sem ráða skipulaginu eru og hafa alltaf verið bjánar. Það mun ekkert breytast. Það er ekki eins og það sé ómögulegt að gera veg umhverfis þennan flugvöll.
Með: miðbærinn stækkar og blómstrar.
Á móti: atvinna tengd vellinum fer með vellinum hvert sem hann svo fer.
Með: Gott fyrir RKV.
Á móti: Slæmt fyrir landsbyggðina.
Eitthvað sem þið viljið bæta við?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli