þriðjudagur, september 13, 2005

Dagur 190 ár 2 (dagur 555, færzla nr. 309):

Sagan af Jóa og Bóbó

Einu sinni einn fagran sumardag hafði Jói fundið niðri í kjallara rakettu síðan á gamlársdag.

Honum datt í hug að hún hlyti að hafa gleymst þar, eða dottið úr pokanum þegar verið var að skjóta upp síðast á þrettándanum.

Þar sem Jói hafði alltaf haft gaman af að sprengja hluti, þá hugsaði hann sér gott til glóðarinnar, og ákvað að skjóta rakettunni upp, þó nú væri miður dagur. Honum fannst það jafn gott og hvað annað, því eins og allir vita er frekar bjart að nóttu til á sumrin, en sá munur er einna helst á nóttu og degi, að ekki eru miklar líkur á að sofandi fólk verði fyrir ónæði af smá sprengingum á daginn.

Og þar sem Jói var nú nokkuð tillitssamur náungi, þá ákvað hann að skjóta rakettunni sinni upp um miðjan dag fremur en um miðja nótt.

Svo Jói fer með rakettuna ít í garð, og treður prikinu á kaf í blómabeðið sitt. Síðan kveikir hann á þræðinum og hleypur aðeins frá til að vera ekki of nálægt ef vera skildi að rakettan losnaði ekki úr beðinu.

Nú bregður svo við að Bóbó hleypur af stað úr fylgsni sínu í nálægum runna, æðir beint að rakettunni, rífur hana upp úr moldinni, girðir niðurum sig og treður henni upp í rassinn á sér.

Hann er vart búinn að aðhafast þetta er kveikurinn brennur upp, og má sjá eldgosið spúast af miklu afli afturúr Bóbó. Loks springur svo rakettan með töluvert lægri hvelli en Jói hafði vonast til, og á eftir fylgir mikið kvalaöskur frá Bóbó, sem er að vonum skaðbrenndur að innan.

Jói hleypur til og úðar á Bóbó úr garðslöngunni sinni þar til hann er þess fullviss að allur eldur sé slokknaður í Bóbó. Eftir það hringir hann í sjúkraliðið.

Og þegar sjúkraliðarnir eru að týna stærstu leyfarnar úr rakettunni úr Bóbó, öskrar Bóbó illilega á Jóa:

"Þetta er allt þér að kenna! Ég ætla að kæra þig! Veistu, ef þú hefðir ekki verið með þessa ólöglegu rakettu hefði þetta aldrei gerst!"

"En þú gerðir þetta við sjálfan þig..." segir Jói á móti.

"Það er miklu hættulegra að leika sér að eldinum Jói!" svaraði Bóbó.

Og þess vegna er bannað að skjóta upp rakettum þegar það er ekki gamlárskvöld.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli