fimmtudagur, maí 11, 2006

Dagur 64 ár 3 (dagur 794, færzla nr. 408):

Engin íbúð, ekkert herbergi. Og nei, það kemur ekki til greina að ég borgi 40.000 kall fyrir herbergi. Það er prinsippmál. Mér er sama hvað fasteignaverðið er, það er okur.

Auglýsingar
Meiri auglýsingar.

Og ég borga ekki formúgu fjár til að fá einhvern annan til að leyta fyrir mig. Ef ég fæ ekki húsnæði fyrir 1. Júní, þá fer ég til eyja. Sem er á vissan hátt gott, því Reykjavík er hrein illska falin í fúnum við, steinsteypu og malbiki. En á vissan hátt slæmt því það er alls ekkert gefið að ég geti svo fengið gistingu í þessum háskólaíbúðum, og það er málið með þetta rúm, sem ég veit ekki hvar ég á að setja.

Ég hef 2-3 vikur enn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli