Dagur 82 ár 3 (dagur 812, færzla nr. 415):
Það er ekkert auglýst í dag nema 4 herbergja íbúðir á Spáni.
Í dag sé ég hvort ég fer til Eyja eða held til í RKV. Ég nenni ekki að troðast inná fólk sem hefur ekkert pláss til lengri tíma.
Sem fær mig til að hugsa... ég hlýt að koma þessu rúmi fyrir í kjallaranum hennar ömmu. Mér skilst hann sé stærri en íbúðin hennar. Og amma er búin að segja að hann sé fullur, svo það hlýtur að vera nóg pláss. Stóllinn myndi fylgja með því.
Ég veit að einhver vill hirða þetta borð, þó það sé ljótt. Amma á bollana, og glösin, og skeiðarnar. Reynir eða Þógga & Stjáni eiga helluna.
Hmm... það mun taka smá stund að koma þessu öllu til skila. Skápnum á víst að henda, en ég veit ekki... ég gæti þurft að nota hann. Í geymsluna þá.
Þá hlýt ég að geta komið afgangnum fyrir í bílnum. Ég er ekki með það mikið.
***
Kosningar. Plöh. R-listinn í RKV splittaðist í 3 hópa og fékk samanlagt að mér reiknast til 46% atkvæðanna. Sem er meira en sjálfstæðisflokkurinn fékk. Sem þýðir að fólk hefur ekkert breyst, ekkert lært.
Og afhverju heitir Ólafsfjörður núna Fjallabyggð? Hver samþykkti það? Og hvað er þetta með að kalla allt byggðir og bæi? Var eitthvað að því að kalla það hrepp?
Guðni benti á það í gær að nú heita sum sveitarfélög nöfnum sem myndu hæfa leikskólum eða mongólýtageymslum ágætlega: td, Árborg. Það hljómar svipað og Sólheimar, ekki sagt? Keimlíkt. Maður gæti séð fyrir sér hóp af mongólýzkum krökkum hlaupandi um í einhverju sem héti Árborg. Eða Bláskóabyggð, eða Fjarðarbyggð, (Gott nafn á hippa-kommúnu).
Það myndi enginn ruglast á Vatnsleysustrandarhreppi og leikskóla, eða Húnaþingi vestra og hippakommúnu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli