þriðjudagur, maí 16, 2006

Dagur 69 ár 3 (dagur 799, færzla nr. 410):

Örbylgjuofnar, þeim er ekki treystandi. Og svo er fólk að þykjast matreiða í þessu. Ég tek eftir því að ef maður ætlar að sjóða súpu í svona græju þarf maður að fara varlega. T.d áðan, þá skreið súpan uppúr bollanum og flaut um allt.

Í gær gerðist eitthvað svipað. Þá hafði ég þó notað heitt vatn fyrst. Ég held ég verði mér úti um prímus. Þetta er ótækt. En svona er það, þessir sauðir sem ég er svo óheppinn að vera skyldur sitja ekki eða standa öðruvísi en taugaveiklaða fíflið hann Bússi segi þeim hvort, og þess vegna "þurftu" þau að fjarlægja ofninn strax.

Raunverulega ofninn, þ.e. ekki örbylgjuofninn. Maður vissi alveg hvar maður hafði gamla ofninn. Ég veit hinsvegar ekkert hvað sá nýi gerir. þessvegna gæti hann einn daginn stokkið út í garð, og farið að elta ketti, og ... geislað þá, eða eitthvað.

Ahh... Það góða er, að það er ómögulegt að finna til minnimáttarkenndar innanum öll þessi fífl. Það slæma er, að ég er umkringdur fíflum.

Amen

Engin ummæli:

Skrifa ummæli