fimmtudagur, maí 18, 2006

Dagur 71 ár 3 (dagur 801, færzla nr. 411):

Rafmagnið hefur ekkert tollað inni alla vikuna. Fyrst var það Bússi eitthvað að fikta, nú hefur skúringafólkið hellt vatni á eitthvað rafdót í vaskahúsinu.

Ég fann slatta af gömlum hljóðsnældum um daginn. Mér sýnist þær séu frá bilinu 1987-1992, kannski '93. Mikið af Stormsker, og mikið af gumsi sem ég hef aldrei áður heyrt. Síðan ég fór að hlusta á þetta í bílnum hefur tilfynningin verið svona eins og að hlusta á Bylgjuna, án allra þessara pirrandi og vitlausu þula.

Hvenær var Stormsker í Júróvisjón? '88? '89?

Var annars að horfa á þessa júróvisjón þætt með Eiríki Hauks og có. Skoplegt stöff, það. Lögin eru undantekningalítið alveg ferleg. Flest eiga fullt í fangi með að fylla út í þessar 3 mínútur sem þau mega vera, og eru því einstaklega endurtekningasöm og ergileg.

Árið 1960 þá voru engin lög lengri en 3 mínútur.

En hvað um það, Eiríkur og có sjá einhvern gífurlegan gæðamun á öllum þessum mis-mónótóníska hryllingi, og gefa lögunum stig. Mér fannst tilfinnanlega vanta uppá möguleikann á mínus stigum. Í júróvisjón byði það uppá möguleikann að vinna með 0 stig.

Hvað vinnur svo? Hverjum er ekki sama. Einhver austur-evrópskur grautur sennilega. Öll ræða um hve mikla möguleika hitt eða þetta lagið hefur er merkingarlaust. Mér hefur nefnilega sýnst að það lag sem vinnur fái ekki endilega spilun í útvarpi á eftir, nema af skildu. Til dæmis nefni ég norska lagið hér um árið, sem vann ekki, en var spilað í botn og er enn.

En hvað um það:
Auglýsingar
Meira af sama.

Það er voðalegt að sjá fína íbúð auglýsta, með öllu, og á Íslandi, aðeins til að komast að því að hún er á Akranesi, Egilsstöðum eða í Vík.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli