Dagur 67 ár 3 (dagur 797, færzla nr. 409):
Það er snúið mál að búa í Borg Óttans. Erfitt að fá gistingu inni á salerni fyrir minna en 150.000 á mánuði, fyrir skatt.
Boggi benti mér á að hægt gæti verið að dvelja í Odda, þar sem þar er opið allan sólarhringinn. Sniðugt, það. Ég gæti farið í bað hjá ættingjum. Það er hægt að ganga hringinn, það er svo mikið af ættingjum í bænum, að ég þyrfti ekki að hitta hvert þeirra nema aðra til þriðju hverja viku. Það er náttúrlega líka afsökun til að hitta þetta fólk, sem ég hitti afar sjaldan ef frá er talið þetta óþægilega mál með flutning.
Ég held samt ennþá að ég fari bara til eyja um mánaðarmótin. Þangað til held ég áfram að leyta.
***
Húsið á Langó er tómt. Þar er ekkert nema rúmið sem ég sef í og örbygjuofn, sem mér lýst illa á að nota til matargerðar. Örbylgjuofnar eru til að hita popp og matarafganga síðan í gær, ekki til að elda máltíðir.
Og hvað er eiginlega með þessa kjúklingamylsnu sem þetta lið skildi eftir? Ekki dettur þeim í hug að ég borði þetta? Og þau fóru með allt kryddið.
***
Þarf að halda áfram að hringja. Náði í talhólf áðan. Ég tala aldrei inná talhólf. Það er hlutur sem ég skil ekki. SMS skil ég lítið, þessvegna nota ég það nánast ekkert. Talhólf er bara afsökun til að nenna ekki að svara í símann. Svo gleymist að kíkja inn í það líka.
Skilaboð á talhólfi er semsagt glötuð skilaboð. Gleymið þessu bara. Svarið í símann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli