föstudagur, júní 30, 2006

Dagur 114 ár 3 (dagur 844, færzla nr. 424):

Á mánudaginn, ef fræðingarnir hafa rétt fyrir sér, mun risastór loftsteinn ekki hitta jörðina. En ef þeir hafa rangt fyrir sér, þá gæti allt eins verið að hann lendi í Noregi, alveg eins og hinn steinninn, þið munið, þessi sem var ekkert mynnst á í fréttum þarna um daginn?

Já. Ef hinn siðmenntaði heimur líður ekki undir lok á mánudaginn, þá hef ég hugmynd:

Við skiftum um gjaldmiðil! Hvers vegna? Jú, ég er leiður á að vera alltaf rukkaður um morg hundruð krónur fyrir hinar og þessar neyzluvörur. Þess vegna hef é lagt til, við heldur dræmar undirtektir heima við, að við tökum upp nýjan gjaldmiðil sem ég legg til að við köllum "Íslenska kílóið." Þessi gjaldmiðill verður tengdur við Brezka pundið þannig, að á hverjum tíma mun 1 kíló vera jafnt tveimur pundum. Enda er það rökrétt.

Þannig mun til dæmis pakki af pylsum bara kosta 1K. Snilld. Það virðist strax miklu minna!

Á hinn bóginn er ég viss um að talsverður fjöldi fólks fer í fílu. Sjáum til dæmis mann sem fyrir breytingu fengi 250.000 kall á mánuði. Eftir breytingu værum við að tala um ca. 1000K. Ekki jafn tilkomumikil tala.

Skoðum þetta betur ef himnarnir detta ekki á okkur á mánudaginn.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Dagur 111 ár 3 (dagur 841, færzla nr. 423):

Jæja. Mikið höfum við lært í þessari viku. Nú voru það 2 leiðir til að búa til eiturgas. Leið 1: blandið saman tveimur mismunandi niðurfallahreinsum, leið 2: blandið saman edik og klór. Þar höfum við það. Eiturgas. Segið svo að fréttir séu ekki fræðandi.

Svo er það aftur þessi grimmilega auglýsing: "Tökum heppnina úr umferð!" Þeir vilja að við lendum í fleyri umferðarslysum. Við óheppin. En, það er hagvöxtur. Ríkið græðir þegar við þjáumst: fleyri og alvarlegri slys þýða meiri yfirvinnu á slysadeildinni, tjón þýðir meiri viðskifti við partasölurnar og bílaumboðin og verkjalyf... gróði maður, gróði.

Zorg sagði líka að eyðilegging væri góð. Það er svo mikið hafarí í kringum hana. Þar hafiði það. Svo skiljið lukkupeningana og kanínulappirnar eftir heima, og passið vel að enginn skyrpi á eftir ykkur, því umferðarstofa vill taka heppnina úr umferð, og allt sem umferðarstofa segir er LÖG! Fokk it!

Ég er farinn að búa til eiturgas. Bless.

föstudagur, júní 23, 2006

Dagur 107 ár 3 (dagur 837, færzla nr. 422):

Fréttir dagsins. Og hérna.

Þvílík gífurleg skotárás. Heil tvö skot. Vá. Og þeir hittu húsið. Þvílíkar skyttur. Það stafar af þessum mönnum meir hætta en af geislavirku risa-hömstrunum sem þeir eru að flytja inn í skjóli nætur hér á höfninni til að nota til orkuframleiðzlu.

Og þeir voru með bensínsprengju. Ætli hún hafi verið á plasti? Engum sögum fer af eldi.

Það er ekkert fútt í íslenskum bófum. Ekki eins og sænskum bófum til dæmis. Þeir hafa allir verið í hernum sjáiði til, og hafa aðgang að miklu betri græjum en einhverjum tvíhleypum og bensínsprengjum.

Þess vegna þurfum við her, til að gera undirheimana meira spennandi. Ég meina, besti mannskapurinn fer ekkert í herinn. Það þykir ekki nógu vel launað. Og það er ekki þægileg innivinna. Þannig er það amk ekki neins staðar í heiminum að ég viti.

mánudagur, júní 19, 2006

Dagur 103 ár 3 (dagur 833, færzla nr. 421):

Hef verið umkringdur dýrum núna í viku. Fiskum og hundi og ketti. Mér sýnist fiskarnir í litla búrinu vera farnir að gefa upp öndina. Kannski fyrir aldurs sakir, kannski vegna þess gífurlega magns af gróðri sem er í búrinu með þeim. Sniglarnir eru ógnvekjandi.

Kötturinn er kvikyndislegur. Ég veit aldrei hvar dýrið er, og svo skýst hann gegnum næstu dyr. Hundurinn eltir mig út um allt. Fer alltaf með mér í kúluhúsið. Vekur mikla lukku.

"Er þetta með þér?" spyrja þau.
"Já," segi ég.
"Þú mátt ekki koma með hunda hingað inn, þeir gætu hrætt fólk."

Dásamlegt. Líf, ógnvaldur smávöruverzlananna.

***

Ég var að skoða fréttirnar um daginn. Það var eitt þar sem olli mér talsverðum heilabrotum. Þannig er nefnilega mál með vexti að Kaninn henti nokkrum sprengjum í hausinn á þessum hryðjuverkaleiðtoga.

Nú eru hinir hryðjuverkamennirnir búnir að tilkynna að þeir muni hefna sín.

Og ég fer að hugsa:

Hér er þessi hópur sem hefur verið að dunda sér við það síðan löngu fyrir 1995 að sprengja fólk í loft upp, og skera af því hausinn í hjáverkum. Hvernig veit ég að þeir eru að hefna sín?

Munu ekki allar hefndaraðgerðir þeirra vera alveg eins og það sem þeir gera venjulega? í hverju liggur þá hefndin? Ég meina, ef þeir eru ekki að hefna sín, þá eru þeir að drepa fólk, ekki satt? Og þeir hefna sín með því að drepa fólk, satt? Við munum aldrei vita hvaða fjöldamorð er hefnd og hvaða fjöldamorð er bara af því að það er það sem þeir gera.

Ég er ekki að segja að hefndin sé ekki sæt, en hún verður mjög bragðlaus ef maður er terroristi.

föstudagur, júní 16, 2006

Dagur 100 ár 3 (dagur 830, færzla nr. 420):


Byrjum bara á mynd dagsins: þetta er sem sagt "Fæðing Venusar" þó engin fæðing virðist vera að eiga sér stað, og er eftir Adolphe-William Bouguereau (1825-1905). Ég býst við að þið heyrið um hann oft á dag, enda er hann vissulega heimsfrægur listamaður. Eða var, hann er víst undir grænni torfu núna.

Hvað um það, það er til fullt af málverkum með sama nafni eftir marga marga höfunda, einna frægust er sú eftir Botticelli, þar sem Venus rekur að landi á skel. Það var enginn höfrungur á þeirri mynd, en það var þetta fljúgandi par sem blés á hana, sennilega til að þurrka hana eftir volkið á hafinu, og svo var þessi kvenmaður með lak.

Hvað um það. Til að gæta alls samræmis leitaði ég einnig að "Dauða Venusar", og fann nokkrar athyglisverðar myndir, sér í lagi þessa:

Það er nokkuð ljóst að það er miklu meiri nekt á þessari mynd en hinni hér að ofan.

Þetta er eftir einhvern Tony de Carlo. Ég veit ekki heldur hver það er.

Ég veit ekki af hverju, en þessi mynd mynnir mig á ofurfyrirsætur. Það hefur líklega eitthvað með holdafarið að gera.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Dagur 97 ár 3 (dagur 827, færzla nr. 419):

Sáuði þoturnar? Sennilega ekki, en þær flugu yfir áðan. Þær voru 3. Svo hurfu þær bakvið Eldfell.

Og hvað geri ég á eftir? Fer út með hundinn aftur. Niður í fjöru. Var þar í gær að horfa á menn vinna. Þeir eru sko að moka fjörunni í burtu, flytja hana eitthvert annað.

Hvað annað get ég gert í þessu óumbeðna sumarfríi?

Horft á sjónvarp. Discovery. Skriðdreka og skriðdýr. Eða eitthvað annað. Var að horfa á þá smíða lásboga úr pappír um daginn. Og svo sprengja þeir alltaf hjólhýsi öðru hvoru.

Sem mynnir mig á það: nú mun það brátt gerast að vetni verður notað á alla strætisvagna Reykjavíkur. Því það er svo gott fyrir viðskiftahallann, að ég tali ekki um atvinnuskapandi. Svo verður vetni brátt notað á einkabíla.

Og vit vitum öll að einkabílar eru stundum notaðir til að keyra á hluti, og þá er ansi hætt við að vetnið leki út, og þá er fólk hrætt við að það springi í loft upp.

En nú er það víst svo, að vetni springur alls ekkert í loft upp fyrr en það er búið að blandast andrúmslofti í réttum hlutföllum, eða 2 vetnisatóm á hvert eitt súrefnisatóm, og ég held að með íslenskri veðráttu muni vetnisbíll seint springa í loft upp, því þegar vetnið hefur blandast í réttum hlutföllum hefur það líka fokið einhvert á brott.

Það eru reyndar meiri líkur á að bensínbílar springi við ákeyrslu, enda nóg bara að þjappa því nóg saman til að það blandist við það súrefni sem er til í bensíntankinum þá og þá stundina, og allt fari í háaloft. Og við sjáum hve oft það gerist á hverju ári. (Einhverstaðar mynnir mig að ég hafi lesið að í USA springi á milli 150-200 bílar í slíkum aftanákeyrzlum, en það er ekki hægt að reikna það á milli því í USA eru alvoru hraðbrautir sem lyggja á milli alvöru borga þar sem ekið er á alvöru hraða. Ekki dólað áfram á aumum 120 km eins og hér. Gleymið þessu.)

Sem sagt, leiðin til að sprengja vetnisbíl er að nota svona 5 kíló af dýnamíti.

föstudagur, júní 09, 2006

Dagur 93 ár 3 (dagur 823, færzla nr. 418):

Það er ekki gott að vera svo mikill bófi að menn séu til í að fara í flugvél sérstaklega til að henda í mann sprengju. Svo gera þeir tónlystarmyndband um afrekið.

***

Ég hef séð að það er vænlegast til árangurs að leita að vinnu fyrr í sumar, jafnvel í lok veturs. Þetta er ekki að gera sig núna, öll störf fyllt. Að vísu hef ég náð að skrá mig á einhverjum stöðum, sem er skárra en ekkert.

Verra er að ég hef litla sem enga ástæðu til að vakna á morgnana til að standa í að leyta - eða hitta þetta opinbera batterí þarna... langt nafn... Kíki á það eftir helgi. Það lokar alltaf í hádeginu. Sem er skandall. Greinilega ríkisstofnun.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Dagur 90 ár 3 (dagur 820, færzla nr. 417):

Hleypti hundinum út, kettinum inn... eða var það öfugt? Ekki viss. Eitthvað loðið fór inn á meðan eitthvað annað loðið fór út. Gæti hafa verið rotta.

Í gær fóru fram særingar. Eða eitthvað í þá veruna. Ég bjóst við meira af vígðu vatni. Kannski var þetta bödget útgáfan. Enginn ældi. Það er gáðs viti, held ég. Ja, húsið lyktar betur fyrir vikið.

Fór og sótti um vinnu. Þarf að gera meira af því. Les símaskrána bara á eftir til að skoða hvar annarsstaðar ég get sótt um. Þá hef ég eitthvað að gera. Búinn með þetta garð-dót.

Amen.

laugardagur, júní 03, 2006

Dagur 87 ár 3 (dagur 817, færzla nr. 416):

Úti í eyjum...

Í gær og í dag var ég að róta upp jarðvegi og sá grasi. Ekkert betra að gera. Í gær fór ég að tala við mann útaf vinnu. Sá sagði mér að koma aftur eftir helgi, enda var hann svo máttfarinn eftir einhverjar vélaviðgerðir að hann mátti vart standa, heldur var haldið uppi af lunda sem hann hafði bundið við höfuð sér.

Ég fæ alveg örugglega herbergi eða íbúð á garði. Ekki þeim garði sem ég er með link inná hér til hliðar, heldur öðrum. Ofanjarðar. Vona ég.

Kannski fer ég á eftir og hjálpa til að rífa húsið hennar Kristínar. Ég er með vídjóvélina með mér, gæti náð af því myndum. Spurning hvort einhver gæti lánað okkur dínamít. Það gæti orðið flott...