föstudagur, júní 30, 2006

Dagur 114 ár 3 (dagur 844, færzla nr. 424):

Á mánudaginn, ef fræðingarnir hafa rétt fyrir sér, mun risastór loftsteinn ekki hitta jörðina. En ef þeir hafa rangt fyrir sér, þá gæti allt eins verið að hann lendi í Noregi, alveg eins og hinn steinninn, þið munið, þessi sem var ekkert mynnst á í fréttum þarna um daginn?

Já. Ef hinn siðmenntaði heimur líður ekki undir lok á mánudaginn, þá hef ég hugmynd:

Við skiftum um gjaldmiðil! Hvers vegna? Jú, ég er leiður á að vera alltaf rukkaður um morg hundruð krónur fyrir hinar og þessar neyzluvörur. Þess vegna hef é lagt til, við heldur dræmar undirtektir heima við, að við tökum upp nýjan gjaldmiðil sem ég legg til að við köllum "Íslenska kílóið." Þessi gjaldmiðill verður tengdur við Brezka pundið þannig, að á hverjum tíma mun 1 kíló vera jafnt tveimur pundum. Enda er það rökrétt.

Þannig mun til dæmis pakki af pylsum bara kosta 1K. Snilld. Það virðist strax miklu minna!

Á hinn bóginn er ég viss um að talsverður fjöldi fólks fer í fílu. Sjáum til dæmis mann sem fyrir breytingu fengi 250.000 kall á mánuði. Eftir breytingu værum við að tala um ca. 1000K. Ekki jafn tilkomumikil tala.

Skoðum þetta betur ef himnarnir detta ekki á okkur á mánudaginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli