Dagur 97 ár 3 (dagur 827, færzla nr. 419):
Sáuði þoturnar? Sennilega ekki, en þær flugu yfir áðan. Þær voru 3. Svo hurfu þær bakvið Eldfell.
Og hvað geri ég á eftir? Fer út með hundinn aftur. Niður í fjöru. Var þar í gær að horfa á menn vinna. Þeir eru sko að moka fjörunni í burtu, flytja hana eitthvert annað.
Hvað annað get ég gert í þessu óumbeðna sumarfríi?
Horft á sjónvarp. Discovery. Skriðdreka og skriðdýr. Eða eitthvað annað. Var að horfa á þá smíða lásboga úr pappír um daginn. Og svo sprengja þeir alltaf hjólhýsi öðru hvoru.
Sem mynnir mig á það: nú mun það brátt gerast að vetni verður notað á alla strætisvagna Reykjavíkur. Því það er svo gott fyrir viðskiftahallann, að ég tali ekki um atvinnuskapandi. Svo verður vetni brátt notað á einkabíla.
Og vit vitum öll að einkabílar eru stundum notaðir til að keyra á hluti, og þá er ansi hætt við að vetnið leki út, og þá er fólk hrætt við að það springi í loft upp.
En nú er það víst svo, að vetni springur alls ekkert í loft upp fyrr en það er búið að blandast andrúmslofti í réttum hlutföllum, eða 2 vetnisatóm á hvert eitt súrefnisatóm, og ég held að með íslenskri veðráttu muni vetnisbíll seint springa í loft upp, því þegar vetnið hefur blandast í réttum hlutföllum hefur það líka fokið einhvert á brott.
Það eru reyndar meiri líkur á að bensínbílar springi við ákeyrslu, enda nóg bara að þjappa því nóg saman til að það blandist við það súrefni sem er til í bensíntankinum þá og þá stundina, og allt fari í háaloft. Og við sjáum hve oft það gerist á hverju ári. (Einhverstaðar mynnir mig að ég hafi lesið að í USA springi á milli 150-200 bílar í slíkum aftanákeyrzlum, en það er ekki hægt að reikna það á milli því í USA eru alvoru hraðbrautir sem lyggja á milli alvöru borga þar sem ekið er á alvöru hraða. Ekki dólað áfram á aumum 120 km eins og hér. Gleymið þessu.)
Sem sagt, leiðin til að sprengja vetnisbíl er að nota svona 5 kíló af dýnamíti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli