mánudagur, júní 19, 2006

Dagur 103 ár 3 (dagur 833, færzla nr. 421):

Hef verið umkringdur dýrum núna í viku. Fiskum og hundi og ketti. Mér sýnist fiskarnir í litla búrinu vera farnir að gefa upp öndina. Kannski fyrir aldurs sakir, kannski vegna þess gífurlega magns af gróðri sem er í búrinu með þeim. Sniglarnir eru ógnvekjandi.

Kötturinn er kvikyndislegur. Ég veit aldrei hvar dýrið er, og svo skýst hann gegnum næstu dyr. Hundurinn eltir mig út um allt. Fer alltaf með mér í kúluhúsið. Vekur mikla lukku.

"Er þetta með þér?" spyrja þau.
"Já," segi ég.
"Þú mátt ekki koma með hunda hingað inn, þeir gætu hrætt fólk."

Dásamlegt. Líf, ógnvaldur smávöruverzlananna.

***

Ég var að skoða fréttirnar um daginn. Það var eitt þar sem olli mér talsverðum heilabrotum. Þannig er nefnilega mál með vexti að Kaninn henti nokkrum sprengjum í hausinn á þessum hryðjuverkaleiðtoga.

Nú eru hinir hryðjuverkamennirnir búnir að tilkynna að þeir muni hefna sín.

Og ég fer að hugsa:

Hér er þessi hópur sem hefur verið að dunda sér við það síðan löngu fyrir 1995 að sprengja fólk í loft upp, og skera af því hausinn í hjáverkum. Hvernig veit ég að þeir eru að hefna sín?

Munu ekki allar hefndaraðgerðir þeirra vera alveg eins og það sem þeir gera venjulega? í hverju liggur þá hefndin? Ég meina, ef þeir eru ekki að hefna sín, þá eru þeir að drepa fólk, ekki satt? Og þeir hefna sín með því að drepa fólk, satt? Við munum aldrei vita hvaða fjöldamorð er hefnd og hvaða fjöldamorð er bara af því að það er það sem þeir gera.

Ég er ekki að segja að hefndin sé ekki sæt, en hún verður mjög bragðlaus ef maður er terroristi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli