föstudagur, júní 16, 2006

Dagur 100 ár 3 (dagur 830, færzla nr. 420):


Byrjum bara á mynd dagsins: þetta er sem sagt "Fæðing Venusar" þó engin fæðing virðist vera að eiga sér stað, og er eftir Adolphe-William Bouguereau (1825-1905). Ég býst við að þið heyrið um hann oft á dag, enda er hann vissulega heimsfrægur listamaður. Eða var, hann er víst undir grænni torfu núna.

Hvað um það, það er til fullt af málverkum með sama nafni eftir marga marga höfunda, einna frægust er sú eftir Botticelli, þar sem Venus rekur að landi á skel. Það var enginn höfrungur á þeirri mynd, en það var þetta fljúgandi par sem blés á hana, sennilega til að þurrka hana eftir volkið á hafinu, og svo var þessi kvenmaður með lak.

Hvað um það. Til að gæta alls samræmis leitaði ég einnig að "Dauða Venusar", og fann nokkrar athyglisverðar myndir, sér í lagi þessa:

Það er nokkuð ljóst að það er miklu meiri nekt á þessari mynd en hinni hér að ofan.

Þetta er eftir einhvern Tony de Carlo. Ég veit ekki heldur hver það er.

Ég veit ekki af hverju, en þessi mynd mynnir mig á ofurfyrirsætur. Það hefur líklega eitthvað með holdafarið að gera.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli