föstudagur, júní 09, 2006

Dagur 93 ár 3 (dagur 823, færzla nr. 418):

Það er ekki gott að vera svo mikill bófi að menn séu til í að fara í flugvél sérstaklega til að henda í mann sprengju. Svo gera þeir tónlystarmyndband um afrekið.

***

Ég hef séð að það er vænlegast til árangurs að leita að vinnu fyrr í sumar, jafnvel í lok veturs. Þetta er ekki að gera sig núna, öll störf fyllt. Að vísu hef ég náð að skrá mig á einhverjum stöðum, sem er skárra en ekkert.

Verra er að ég hef litla sem enga ástæðu til að vakna á morgnana til að standa í að leyta - eða hitta þetta opinbera batterí þarna... langt nafn... Kíki á það eftir helgi. Það lokar alltaf í hádeginu. Sem er skandall. Greinilega ríkisstofnun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli