Dagur 121 ár 3 (dagur 851, færzla nr. 426):
Það er kominn tími til að horfa á björtu hliðarnar. Mér er enn hugleikin þessi leyniþjónusta sem óvinir okkar innan ríkisins vilja setja upp, og ég hef verið að velta fyrir mér hvaða kosti það gæti haft að vera með svona leyniþjónustu.
1: við gætum fengið transkript af öllum okkar símtölum. Það nýtist okkur vel, þegar við getum bent á skjal frá ríkinu og sýnt svart á hvítu að: "Þú sagðir það víst!"
2: þið foreldrar munið alltaf geta hringt í þá til að komast að hvar börnin ykkar voru.
3: afbríðissamir elskendur geta alltaf hringt í þá til að tékka hvort annað var að halda framhjá hinu, eða bara að spila golf.
4: einmana fólk getur huggað sig við það, að þegar það situr og talar við sig sjálft, þá er einhver að hlusta.
5: foreldrar geta alltaf frétt þegar unglingurinn var að glannast á bílnum.
6: Þú ert úti í búð, og manst ekki hvað þú átt að kaupa, svo þú hringir í leyniþjónustuna og hún segir þér það. (Þig vantar tvo potta af mjólk, sykur útí kaffið; danskan eins og venjulega, þú sagðist ætla að hafa beikon í hádegismat á morgun...)
7: Ef þú ert búinn með inneignina úr símanum, og þarft að panta pizzu, þá segir þú bara: "Getiði hringt í Domino's fyrir mig og látið senda mér pizzu með nautahakki sveppum og auka osti." Þeir munu heyra í þér og panta hana fyrir þig.
8: Leyniþjónustan mun taka að sér að gefa börnunum í skóinn.
9: Þegar þú hefur týnt lyklunum veistu hvert þú átt að hringja.
10: á ferð í skuggalegust hverfum útlanda munu alltaf elta þig að minnsta kosti tveir spæjarar til að passa uppá þig.
Þar höfum við það. Það eru hugsanlegir kostir við það að hafa leyniþjónustu. Við bara lítum framhjá öllum ókostunum, til dæmis því að hún mun kosta svo mikið að skatthlutfallið mun þurfa að hækka úr 70-80% uppí 140-160%, landsframleiðzla mun minnka um 65-80% vegna þess mannskaps sem þarf í þetta og eikalífsins sem við töpum.
Munið bara: hundurinn mun aldrei týnaast aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli