Dagur 140 ár 3 (dagur 870, færzla nr. 432):
Í gær þá komu tvær rollur inn á flugstöð. Þær veltu um koll ruslatunnu og skoðuðu ullarpeysur. Það reyndist snúið að koma þeim út, því það eru sjálfvirkir hurðaopnarar þeim megin sem betra er að hafa þær, og svo flugvöllur hinumegin.
Svo ég útskýri:
Skyljiði?
Jæja. Ég var að reka skepnurnar út í eitt skiftið enn þegar Taxi renndi í hlað. Það þótti rollunum afar spennandi, og þær þutu á vetvang til að skoða, rétt í þann mund er farþegarnir voru að stíga út.
Það var afar litríkt. Kindur hegða sér nefnilega líkt og hundar, og flaðra upp um fólk. Munurinn á kind og hundi er sá að hundar jarma ekki. A.m.k ekki mikið.
Loks tókst Ingiberg hjá flugmálastjórn að lokka kvikyndin inn í sendibíl, og svo fór hann með dýrin einhvert út í óbyggðir og skildi þau eftir þar. Þar geta þau herjað á kanínur og fiðrildi og hver önnur meindýr sem þau hitta.
***
Samkvæmt fréttum í hádeginu ók olíubíll útaf vegna þess að hann var á of miklum hraða. Alveg finnst mér merkilegt hvað hægt er að kenna of miklum hraða um allt.
Maður sest upp í bíl, svo fullur að hann veit ekki hvað snýr upp og hvað niður, og ekur af stað. Skömmu seinna sofnar hann undir stýri og keyrir á staur. Of hröðum akstri verður kennt um þetta.
Maður fer frá potti fullum af sjóðandi feiti. Skömmu seinna kviknar í henni og húsið brennur til kaldra kola. Of miklum hraða er að sjálfsögðu um að kenna, einhvernvegin.
Eldgos byrjar í miðborg RKV og þekur 101 15 metra lagi af hrauni. Enn er of miklum hraða um að kenna. Hverju öðru? Umferðarráð hristir hausinn og rúllar aftur augunum.
***
Smá þraut:
Nefnið einhverjar þrjár vörur sem við kaupum af Ísrael.
Nefnið einhverjar þrjár vörur sem við kaupum af Líbanon.
Nefnið einhverjar þrjár vörur sem við kaupum af Palestínu.
Reglur: þið verðið að nota þetta einhverntíma í hverri viku að jafnaði. Gefist upp? Allt í lagi. Ef svo er, þá getiði byrjað að velta fyrir ykkur af hverju okkur varðar eitthvað um það sem er á seiði milli þessara 3 þjóða.
Sýrland er þarna í grenndinni, og framleiðir smá olíu. Smá, eins og nóg til að sjá sjálfum sér og 2 af þessum þremur löndum fyrir orku. Engan veginn nóg til að valda meiriháttar sveiflum á markaði.
Ekki varðar okkur um villimenn í Afríku, afhverju varðar okkur þá um þessa villimenn? Ég bara spyr?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli