laugardagur, júlí 29, 2006

Dagur 143 ár 3 (dagur 873, færzla nr. 433):

Mið-austurlönd, að mínu mati, skifta ekki öll máli. Vegna þess að það er ekkert í flestum þeirra annað en grjót, sandur og rugludallar á Hi-Lux pallbílum. Svona svipað og uppi á hálendi að öllu jöfnu, bara fleiri sprengjur.

Hver er vinsamlegur hverjum?

Ísrael framleiðir rafeindabúnað sem við notum ekki. Líbanon framleiðir ekkert sem ég veit um, Palestína ... grefur jarðgöng. En svo fylla þeir þau alltaf af sprengiefni og eyðileggja þau, það er, ef Ísraelarnir verða ekki á undan þeim. Hvað varðar okkur um þá?

Aftur á móti Danmörk... það er nú annað mál. Það er fullt af drasli sem við fáum sent hingað sem er framleitt í Danmörku. Te, veit ég um. Kex. Morgunkorn. Bang&Olufsen. Ég held samt við myndum lifa af ef Danmörk sykki í sæ á morgun. Við myndum bara flytja inn te og kex frá Bretlandi í staðinn.

það er samt fullt af fólki sem finnst það varða mikið um þetta lið þarna fyrir sunnan. Ég veit ekki af hverju ég ætti að púkka uppá vitleysinga sem hafa búið í flóttamannabúðum síðan 1948. Það er eitthvað óheilbrigt við það. Sem er ástæðan fyrir því að ég er frekar með Ísraelum.

Ég get alveg skilið að þeir líti niður á þessa gaura. Þetta er eins og að hafa risastóran hlemm fullan af rónum sem rölta stundum í garðinn hjá manni og sprengja sig í loft upp. Auðvitað yrði maður svolítið stressaður á því. Ekki ljúga því að mér að það myndi ekki angra ykkur. Það er ekkert hægt að vera fóttamaður í 60 ár. Þessir molbúar lifa ekki einusinni svo lengi!

Og svo eru það þessir rugludallar hjá sameinuðu þjóðunum sem er verið að sprengja aðeins í loft upp. Þeir voru þarna að fá sér tesopa hjá Hezbolla, þegar sprengja lenti á þeim. (Það er það sem þeir gera, ef eitthvað er að marka Reuters.) Og voru þeir hissa? Ó já. Ég hefði skotið á þá viljandi hefði ég séð það. Fífl. Vita þeir ekki að "Hezbolla" þýðir "skotmark" á hebresku?

Þessir vitleysingar þurfa stríð, og þeir þurfa stríð án utanaðkomandi hjálpar. Í það minnsta neita ég harðlega að koma og hjálpa þeim nema gegn almennilegri greiðzlu. Vantar peninginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli