fimmtudagur, júlí 13, 2006

Dagur 127 ár 3 (dagur 857, færzla nr. 428):


Mynd "vikunnar".

Hugsið ykkur ef þið mynduð hitta ykkur sjálf. Þá er ég að meina, eins og ljósrit af ykkur. Einhvern sem hugsar eins og þið og veit alla sömu hlutina. Þið hefðuð sennilega ekki margt að segja við hvort annað.

Hugsið ykkur nú, að þið yrðuð að búa með sjálfum ykkur. Ég held að þið mynduð bráðlega fá að kenna á ykkar eigin þrjósku ef slík er til staðar, og hverskyns stælum sem þið takið sjálf ekki eftir í eigin fari.

Sem færir mig að þeim ykkar sem eiga börn. Börn sem hugsa eins og þið, komast smám saman að sömu hlutunum og þið og hugsa eins og þið. Já. Íhugið nú svolitla stund, að það sem þau gera hafið þið örugglega gert í eigin æsku, eða hefðuð gert hefðuði haft tækifæri til þess.

Já. Það er ég viss um, að ekkert fer meira í taugarnar á foreldrum en þegar börnin taka upp á því að hegða sér alveg eins og þau.

Þannig er það, um það er ég viss.

Munið bara: helvítis kvik... ég meina afkvæmin gera ekki það sem þeim er sagt, heldur það sem fyrir þeim er haft. Sem er náttúrlega óþolandi. Og það sem verra er, þau taka aldrei eftir þeim góðu siðum sem þið teljið ykkur trú um að þið sjálf stundið heldur taka alltaf upp þá hina verstu ósiði sem þið eruð viss um að hitt foreldrið hljóti að hafa kennt þeim.

Hafið það líka í huga að mér er ekkert illa við að sparka í börnin ykkar fari þau í taugarnar á mér, eða ykkur, sé ég í stuði til þess. Reyndar væri ráð, ef krakki fer um með ofbeldi, að taka bara dýrið upp á fótunum og nota það til að lemja á foreldrunum. Það væri alveg smá-kærumáls virði.

Amen

Engin ummæli:

Skrifa ummæli