Dagur 177 ár 4 (dagur 1637, færzla nr. 709):
Mikið andskoti er búið að gera mikið úr þessu handboltaliði. Af hverju er þetta ekki gert oftar? Þeir hefðu til dæmis geta farið með Völu stangastökkvara í blómapramma nokkra hringi um tjörnina hér um árið, þegar hún kom með medalíu. Af hverju var það ekki gert?
Svo fengu þeir fálkaorðuna. Sem er alveg gott og blessað - en: sú orða er orðin nokkuð merkingarlaus. Sjáið bara hverjir hafa verið að fá hana hingað til:
þessir fengu fálkaorðu 17. júní árið 2000:
Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að safnaðarmálum.
Bjarni Guðráðsson, organisti, Nesi í Reykholtsdal, riddarakross fyrir störf að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja.
Bolli Gústavsson, vígslubiskup Hólum í Hjaltadal, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.
Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.
Herra Jóhannes Mathijs Gijsen, biskup kaþólskra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í þágu kristni og kirkju.
Kristín Möller, Reykjavík, KFUK, riddarakross fyrir kristilegt starf.
Rannveig Fríða Bragadóttir, óperusöngkona, riddarakross fyrir tónlistarstörf.
Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, Skálholti, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf að sveitastjórnarmálum.
Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.
Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðslu og ritstörf.
Hetjulegt. Afar hetjulegt.
Nú verður ekki talað um neitt annað næstu árin en nauðsyn þess að allir læri handbolta, forvarnargildi handbolta, hve handbolti er góður fyrir hægðirnar, og hve góð áhrif handbolti hefur á veðrið. Svo verða lagðir sér-stígar fyrir handboltamenn. Þeir verða við hliðina á stígunum fyrir Íslenska Hestinn.
Talandi um Íslenska Hestinn: einu sinni var verið að tala um að hafa hlöðu í leifsstöð þar sem hægt væri að Geyma nokkra Íslenska Hesta, til að taka á móti þjóðhöfðingum. Þarf ekki nú að koma upp bröggum til að geyma handboltamenn til að taka á móti þjóðhöfðingjum.
Ég sé þetta fyrir mér svona:
Þjóðhöfðingin lendir, og fyrst heilsar hann forsetanum, svo ráðherrunum, svo klappar hann Íslenska Hestinum, svo hittir hann handboltamennina, komplett með orðum, svo legg ég til að hann fái sé einn öllara með Forsetanum, og svo... getur hann farið með limmó í næsta kokteilpartí.
Eða þeir geta sameinað þetta:
Þjóðhöfðinginn getur farið úr KEF sitjandi á Íslenskum Hesti, með Íslenska Landsliðinu í Handbolta, líka sitjandi á Íslenskum Hestum, veifandi fánum.
"Við gerum Okkar besta*" verður gert að þjóðsöng, svo losum við okkur við þennan upphlut og allt það drasl, og tökum upp handboltagallann sem íslenska þjóðbúninginn. Það er aðeins öðruvísi silfur á þeim, en hey...
*Fyrir kaldhæðni örlaganna, þá segir í textanum: við gerum okkar besta, en aðeins betur en það er það sem þarf. Hmm... Ja, það er betra en þetta helvítis lifandi dauða blóm.
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Dagur 169 ár 4 (dagur 169, færzla nr. 708):
Það var eitthvað bug-fix í gangi þann 14. Það útskýrir ýmislegt...
***
Mikið hefur það vafist fyrir mér þetta smá-stríð þarna í Georgíu. Við fyrstu sýn virtust Georgíumenn hafa einhvernvegin kallað þetta allt yfir sig - en það er ekki alveg svo einfalt. Þetta var allt aðeins of heimskulegt.
BMP3
Skoðum þetta nánar:
Þarna er Georgía, land sunnan við Rússland, nýsloppið úr Sovétríkjunum. Í því er Suður Ossetía, sem er syðri hluti Ossetíu sem slíkrar, sem er eins og tímaglas í laginu, og liggur mittið á einhverjum fjallgarði þarna, og helmingur "landsins" í Rússlandi. Sem er óheppilegt.
Georgíumenn vilja ekkert koma nálægt rússum, og Ossetíumenn vilja helst vera í eigin landi, en ekki einhverjar sýslur í öðrum löndum, en til vara þætti þeim flott að vera í Rússlandi.
Og Rússum líkar alls ekkert við þetta NATO brölt Georgíumanna, enda NATO á góðri leið með að blokkera þá frá evrópu - NATO er í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, hér og þar. Svo myndi Georgía fara í það batterí, og er þá að umkringja Svartahafið. Rússum er annt um Svartahafið.
Og Rússum er ekkert ofur-vel við NATO, það er nú vondi kallinn síðan... ja, frá því NATO varð til, eiginlega. Það var jú tilgangurinn með NATO var það ekki?
BMP2 (er til sölu ef einhver hefur áhuga)
Fannst ykkur ekki Rússarnir fljótir að taka við sér þegar þeir voru beðnir um hjálp? Mér fannst það.
Svo kemur Abkasía inn í þetta einhvernvegin. Sennilega eins. Mig eiginlega skortir upplýsingar um það mál allt, og nenni ekki mjög mikið að tékka.
Í gegnum Georgíu liggur afar mikilvæg olíuleiðzla. Gleymum henni ekki.
Hvað um það, einhverjir þrjótar í Ossetíu voru að föndra við það að skjóta á hitt og þetta, með fallbyssum, segja sumir. (Sem myndi útskýra skriðdrekana.) Og Georgíumenn brugðust við því. Þá var þetta enn innanríkismál.
Hvað um það, Georgíumenn æða inn í... ekkert í rauninni, þeir fóru aldrei út úr eigin landi, Ossetía er enn í Georgíu, er það ekki? Hún var það þá. Þeir eru enn að rífast um þetta landamerkjamál sitt.
Og hvað gera Ossetar þegar það á aðeins að taka í þá fyrir óknyttina? Jú, þeir hringja í Rússa, sem eru í startholunum, og koma æðandi á APCunum sínum og þyrlunum, og bara keyra yfir Georgíumenn. (Horfið á þetta í fréttunum - segið mér ef þið sjáið skriðdreka einhversstaðar, ég hef séð voða mikið af personnel carrierum, (BMP1, 2 & 3) en man ekki eftir einum skriðdreka - nema þessi brunnu hræ fyrstu dagana.) Það er búið að fara yfir það allt í fréttum - Rússar eru með um það bil 100X meiri herafla en Georgíumenn, og það er bara við þessi landamæri. (Hmm.)
Þetta mál er farið að líta út fyrir mér svona eins og ef Austur-Skaftafellssýsla myndi lýsa yfir sjálfstæði, og einhverjir pjakkar færu að plaffa eitthvað með kindabyssum, og Sérsveitin mætir, og þá hringja austur-skaftfellingar bara í Norðmenn...
Hvað um það. Þessu kalli eru Rússar búnir að vera að bíða eftir, ljóslega. Þeir mæta nánast strax með fullt af liði (í APC farartækjum) - aðeins of fljótt finnst mér - og þá byrjar ballið.
Inn á milli er öskrað "Þjóðarmorð!" "Innrás!" & "Hugsið um börnin!" og við fáum eilítið kómíska mynd af gamalli kellingu sitjandi í logandi rústum á forsíðu moggans. Ef sú mynd var ekki sviðsett eru gjöreyðingavopnin hans Saddams raunveruleg.
Og nú eru Rússar út um alla Georgíu. Með olíuleiðzlu. Þeir fara ekki neitt. Ég sé fyrir mér að þeir séu ögn pirraðir á hvað NATO nálgast þá mikið úr öllum áttum. Svona eins og í Risk...
Já, það er alltaf áhugavert þegar önnur lönd koma inn í innanríkisdeilur.
Ég sé ekki fyrir mér að NATO vilji snerta þetta mál of mikið - eða hafi efni á því. Þetta er fullkomlega tímasett hjá þeim, þeir mega eiga það. Að ryðjast svona inn áður en landið kemst í NATO.
Fer Ossetía þá í Rússland? Er það mjög sniðugt... fyrir Rússa? Ja, þeir eru sennilega skárri en þetta lið sem Kaninn finnur hjá sér þörf að sitja yfir.
Það var eitthvað bug-fix í gangi þann 14. Það útskýrir ýmislegt...
***
Mikið hefur það vafist fyrir mér þetta smá-stríð þarna í Georgíu. Við fyrstu sýn virtust Georgíumenn hafa einhvernvegin kallað þetta allt yfir sig - en það er ekki alveg svo einfalt. Þetta var allt aðeins of heimskulegt.
BMP3
Skoðum þetta nánar:
Þarna er Georgía, land sunnan við Rússland, nýsloppið úr Sovétríkjunum. Í því er Suður Ossetía, sem er syðri hluti Ossetíu sem slíkrar, sem er eins og tímaglas í laginu, og liggur mittið á einhverjum fjallgarði þarna, og helmingur "landsins" í Rússlandi. Sem er óheppilegt.
Georgíumenn vilja ekkert koma nálægt rússum, og Ossetíumenn vilja helst vera í eigin landi, en ekki einhverjar sýslur í öðrum löndum, en til vara þætti þeim flott að vera í Rússlandi.
Og Rússum líkar alls ekkert við þetta NATO brölt Georgíumanna, enda NATO á góðri leið með að blokkera þá frá evrópu - NATO er í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, hér og þar. Svo myndi Georgía fara í það batterí, og er þá að umkringja Svartahafið. Rússum er annt um Svartahafið.
Og Rússum er ekkert ofur-vel við NATO, það er nú vondi kallinn síðan... ja, frá því NATO varð til, eiginlega. Það var jú tilgangurinn með NATO var það ekki?
BMP2 (er til sölu ef einhver hefur áhuga)
Fannst ykkur ekki Rússarnir fljótir að taka við sér þegar þeir voru beðnir um hjálp? Mér fannst það.
Svo kemur Abkasía inn í þetta einhvernvegin. Sennilega eins. Mig eiginlega skortir upplýsingar um það mál allt, og nenni ekki mjög mikið að tékka.
Í gegnum Georgíu liggur afar mikilvæg olíuleiðzla. Gleymum henni ekki.
Hvað um það, einhverjir þrjótar í Ossetíu voru að föndra við það að skjóta á hitt og þetta, með fallbyssum, segja sumir. (Sem myndi útskýra skriðdrekana.) Og Georgíumenn brugðust við því. Þá var þetta enn innanríkismál.
Hvað um það, Georgíumenn æða inn í... ekkert í rauninni, þeir fóru aldrei út úr eigin landi, Ossetía er enn í Georgíu, er það ekki? Hún var það þá. Þeir eru enn að rífast um þetta landamerkjamál sitt.
Og hvað gera Ossetar þegar það á aðeins að taka í þá fyrir óknyttina? Jú, þeir hringja í Rússa, sem eru í startholunum, og koma æðandi á APCunum sínum og þyrlunum, og bara keyra yfir Georgíumenn. (Horfið á þetta í fréttunum - segið mér ef þið sjáið skriðdreka einhversstaðar, ég hef séð voða mikið af personnel carrierum, (BMP1, 2 & 3) en man ekki eftir einum skriðdreka - nema þessi brunnu hræ fyrstu dagana.) Það er búið að fara yfir það allt í fréttum - Rússar eru með um það bil 100X meiri herafla en Georgíumenn, og það er bara við þessi landamæri. (Hmm.)
Þetta mál er farið að líta út fyrir mér svona eins og ef Austur-Skaftafellssýsla myndi lýsa yfir sjálfstæði, og einhverjir pjakkar færu að plaffa eitthvað með kindabyssum, og Sérsveitin mætir, og þá hringja austur-skaftfellingar bara í Norðmenn...
Hvað um það. Þessu kalli eru Rússar búnir að vera að bíða eftir, ljóslega. Þeir mæta nánast strax með fullt af liði (í APC farartækjum) - aðeins of fljótt finnst mér - og þá byrjar ballið.
Inn á milli er öskrað "Þjóðarmorð!" "Innrás!" & "Hugsið um börnin!" og við fáum eilítið kómíska mynd af gamalli kellingu sitjandi í logandi rústum á forsíðu moggans. Ef sú mynd var ekki sviðsett eru gjöreyðingavopnin hans Saddams raunveruleg.
Og nú eru Rússar út um alla Georgíu. Með olíuleiðzlu. Þeir fara ekki neitt. Ég sé fyrir mér að þeir séu ögn pirraðir á hvað NATO nálgast þá mikið úr öllum áttum. Svona eins og í Risk...
Já, það er alltaf áhugavert þegar önnur lönd koma inn í innanríkisdeilur.
Ég sé ekki fyrir mér að NATO vilji snerta þetta mál of mikið - eða hafi efni á því. Þetta er fullkomlega tímasett hjá þeim, þeir mega eiga það. Að ryðjast svona inn áður en landið kemst í NATO.
Fer Ossetía þá í Rússland? Er það mjög sniðugt... fyrir Rússa? Ja, þeir eru sennilega skárri en þetta lið sem Kaninn finnur hjá sér þörf að sitja yfir.
föstudagur, ágúst 15, 2008
Dagur 164 ár 4 (dagur 1624, færzla nr. 707):
Tóti & Jón eru nú orðnir verulega pirraðir á mér. Þeir hafa prentað út síðustu færzlu (hér fyrir neðan) og veifuðu henni framan í mig í morgun, hótandi því að kvarta undan mér til FÍ. Sem ég skoraði á þá að gera.
Gangi þeim vel með það.
Lát oss sjá... þar sem þeir hafa að minnsta kosti gert sér grein fyrir því að ég hef að öllu leiti rétt fyrir mér, en þeir ekki, hafa þeir bara eitt á mig:
Að ég hafi verið að skrifa þetta á vinnutíma. Nú, klukkan hér að neðan sýnir tíma.
Og hvernig hyggst ég snúa mig út úr því?
Hmm... nú er úr vöndu að ráða. Hvort á ég að hlæja að þeim núna, eða eftir að þeir hafa kvartað til FÍ?
Mig klæjar í fingurnar að fá að útskýra fyrir þeim hvernig þetta plott þeirra virkar ekki. Á hinn bóginn, þá er örugglega mjög gaman fyrir mig að heyra hvernig... - en ég get ekki sagt það ef það á að vera leyndó.
Hint: það er fylgst með tölvunotkun á vellinum.
Annað hint: sjáið tímasetninguna?
Ég man eftir því að hafa still þetta á UTC/Zulu þegar ég byrjaði. Þetta er Hong-Kong tími. Sem ég stillti inn á viljandi til að sýna frammá svolítið. Af hverju? Pass. Af einhverjum orsökum var klukkan röng í gær, svo munaði 45 mínútum. Nú er hún 7:36. Úrið mitt segir 11:43. Hvað segir þín klukka?
Tóti & Jón: hvað ætliði að gera?
Tóti & Jón eru nú orðnir verulega pirraðir á mér. Þeir hafa prentað út síðustu færzlu (hér fyrir neðan) og veifuðu henni framan í mig í morgun, hótandi því að kvarta undan mér til FÍ. Sem ég skoraði á þá að gera.
Gangi þeim vel með það.
Lát oss sjá... þar sem þeir hafa að minnsta kosti gert sér grein fyrir því að ég hef að öllu leiti rétt fyrir mér, en þeir ekki, hafa þeir bara eitt á mig:
Að ég hafi verið að skrifa þetta á vinnutíma. Nú, klukkan hér að neðan sýnir tíma.
Og hvernig hyggst ég snúa mig út úr því?
Hmm... nú er úr vöndu að ráða. Hvort á ég að hlæja að þeim núna, eða eftir að þeir hafa kvartað til FÍ?
Mig klæjar í fingurnar að fá að útskýra fyrir þeim hvernig þetta plott þeirra virkar ekki. Á hinn bóginn, þá er örugglega mjög gaman fyrir mig að heyra hvernig... - en ég get ekki sagt það ef það á að vera leyndó.
Hint: það er fylgst með tölvunotkun á vellinum.
Annað hint: sjáið tímasetninguna?
Ég man eftir því að hafa still þetta á UTC/Zulu þegar ég byrjaði. Þetta er Hong-Kong tími. Sem ég stillti inn á viljandi til að sýna frammá svolítið. Af hverju? Pass. Af einhverjum orsökum var klukkan röng í gær, svo munaði 45 mínútum. Nú er hún 7:36. Úrið mitt segir 11:43. Hvað segir þín klukka?
Tóti & Jón: hvað ætliði að gera?
fimmtudagur, ágúst 14, 2008
Dagur 163 ár 4 (dagur 1623, færzla nr. 706):
Og þá hefur Tóti Rafvirki blandað sér í rifrildið. Í tilefni af því rifrildi (nota bene, ekki rökræðum eða samtali, rifrildi,) þá fann ég hjá mér hvöt til að athuga hvort það væru ekki örugglega 7 bæjarfulltrúar.
Svo reyndist vera. Það er þó rétt hjá þeim. Þessi stutta leit færði mér líka upplýsingarnar sem ég var að leita að:
6. gr.
Meðal verkefna bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar er:
1. Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, bæjarráð og aðrar nefndir, ráð og stjórnir , kjósa skoðunarmenn til þess að yfirfara ársreikninga bæjarins og ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun hjá bænum.
2. Að setja samþykktir og gjaldskrár, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
3. Að stjórna fjármálum bæjarins, stofnana hans og fyrirtækja, skv. ,VI. kafla sveitarstjórnarlaga sbr. og VI. kafla samþykktar þessarar. ,
4. Að ákveða stjórnkerfi bæjarins og ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bænum.
Þetta fannst Jóni erfitt að segja. Og ég fæ ekki séð að það þurfi meira en 3 gaura til að standa í þessu. Eða svo marga.
Hvað þarf til dæmis margar nefndir, ráð og stjórnir?
Það er vissulega þörf á aðilum til að fara yfir ársreikningana, en því ekki halda útboð? PriceWaterHouseCoopers gæti keppt við Deloitte og KPMG um hnossið. Hægt væri að ráða tvo og sjá hvort þeir komast að sömu niðurstöðu.
Þetta er allt vinnandi vegur fyrir einn mann, sýnist mér.
Tóta var tíðrætt um að það væri svo lýðræðislegt að hafa svona marga bæjarfulltrúa.
Hvernig? Jú, þeir væru allir kosnir.
Sko, lýðræði hefur ekkert með fjölda stjórnenda að gera. (Við skulum ekki ræða of mikið um mótmæli þín og Jóns um að konungar Danmerkur og Noregs hafi ekki verið kosnir, þeir voru víst kosnir, og það af Jörlunum sem áttu að vera undir þeim. Hvað voruð þið tveir tossar eiginlega að gera í Barnaskóla?)
Lýðræði gengur út á að fólk velji hvað það vill að gangi yfir sig. Og þá er ég ekkert að meina að allt fólkið ráði, bara þeir sem nenna að kjósa.
Það er beint lýðræði þegar fólk kýs lög yfir sig milliliðalaust - svoleiðis var gert í Aþenu, eins og frægt og gleymt er orðið, og er gert í Sviss. Ámóta stór hluti af Grikkjum kaus og kýs nú af Svisslendingum, en af mismunandi ástæðum.
Við hér á vesturlöndum höfum fulltrúalýðræði, sem gengur út á það að við, fólkið, fáum að kjósa þann sem er minnst ósammála okkur.
Sem er slæmt ef maður er ekki annað hvort fasisti eða kommúnisti.
Sumir vilja meina að það sé stór munur á þessum tveimur stefnum.
Því hefur verið haldið fram að það sé enginn munur, og það rökstutt ítarlega í bók sem allir hafa heyrt um en fæstir lesið. Verið ein af hinum fáu. Ég skora á ykkur.
En það er munur: Fasisti er bara kommúnisti með pening.
Hvað um það. Eina skilyrði þess að það sé lýðræði er að einhver, amk einn, mæti og kjósi milli helst tveggja kosta.
Venjulega er ekki tekið mark á kosningum nema visst hlutfall af þýðinu mæti, misjaft eftir svæðum. Í Sviss þurfa 50.000 manns að skrifa undir ef þeir vilja kjósa um eitthvað sem löggjafinn hefur hent í þá óforspurða. Má þá gera ráð fyrir að þeir vilji sæmilega mætingu á þetta.
Það er alveg jafn lýðræðislegt ef þýðið kýs einn mann af tveimur, einn mann af 200 eða 20 menn af 21. Það eina sem þarf til að það sé lýðræði er að lýðurinn kjósi.
Kosningar eru svosem engin trygging fyrir lýðræði - sjá Dönsku Jarlana sem Tóti og Jón vita ekkert um.
Og lýðræði er ekkert trygging fyrir því að "rödd almúgans" Fái eitthvað að heyrast. Samanber Grikkirnir. Þeir leyfðu ekkert hverjum sem er að kjósa.
Ef almúginn vill stjórna, þá á hann að kjósa. Ef þeir vilja meira lýðræði, kjósið þá oftar. Nema hann kjósi anarkí, sem er nákvæmlega ekki það sem fólk upp til hópa vill.
***
Næst nenni ég ekki að spyrja kaffibrúsakallana, heldur fer beint á netið að tékka.
Og þá hefur Tóti Rafvirki blandað sér í rifrildið. Í tilefni af því rifrildi (nota bene, ekki rökræðum eða samtali, rifrildi,) þá fann ég hjá mér hvöt til að athuga hvort það væru ekki örugglega 7 bæjarfulltrúar.
Svo reyndist vera. Það er þó rétt hjá þeim. Þessi stutta leit færði mér líka upplýsingarnar sem ég var að leita að:
6. gr.
Meðal verkefna bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar er:
1. Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, bæjarráð og aðrar nefndir, ráð og stjórnir , kjósa skoðunarmenn til þess að yfirfara ársreikninga bæjarins og ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun hjá bænum.
2. Að setja samþykktir og gjaldskrár, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
3. Að stjórna fjármálum bæjarins, stofnana hans og fyrirtækja, skv. ,VI. kafla sveitarstjórnarlaga sbr. og VI. kafla samþykktar þessarar. ,
4. Að ákveða stjórnkerfi bæjarins og ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bænum.
Þetta fannst Jóni erfitt að segja. Og ég fæ ekki séð að það þurfi meira en 3 gaura til að standa í þessu. Eða svo marga.
Hvað þarf til dæmis margar nefndir, ráð og stjórnir?
Það er vissulega þörf á aðilum til að fara yfir ársreikningana, en því ekki halda útboð? PriceWaterHouseCoopers gæti keppt við Deloitte og KPMG um hnossið. Hægt væri að ráða tvo og sjá hvort þeir komast að sömu niðurstöðu.
Þetta er allt vinnandi vegur fyrir einn mann, sýnist mér.
Tóta var tíðrætt um að það væri svo lýðræðislegt að hafa svona marga bæjarfulltrúa.
Hvernig? Jú, þeir væru allir kosnir.
Sko, lýðræði hefur ekkert með fjölda stjórnenda að gera. (Við skulum ekki ræða of mikið um mótmæli þín og Jóns um að konungar Danmerkur og Noregs hafi ekki verið kosnir, þeir voru víst kosnir, og það af Jörlunum sem áttu að vera undir þeim. Hvað voruð þið tveir tossar eiginlega að gera í Barnaskóla?)
Lýðræði gengur út á að fólk velji hvað það vill að gangi yfir sig. Og þá er ég ekkert að meina að allt fólkið ráði, bara þeir sem nenna að kjósa.
Það er beint lýðræði þegar fólk kýs lög yfir sig milliliðalaust - svoleiðis var gert í Aþenu, eins og frægt og gleymt er orðið, og er gert í Sviss. Ámóta stór hluti af Grikkjum kaus og kýs nú af Svisslendingum, en af mismunandi ástæðum.
Við hér á vesturlöndum höfum fulltrúalýðræði, sem gengur út á það að við, fólkið, fáum að kjósa þann sem er minnst ósammála okkur.
Sem er slæmt ef maður er ekki annað hvort fasisti eða kommúnisti.
Sumir vilja meina að það sé stór munur á þessum tveimur stefnum.
Því hefur verið haldið fram að það sé enginn munur, og það rökstutt ítarlega í bók sem allir hafa heyrt um en fæstir lesið. Verið ein af hinum fáu. Ég skora á ykkur.
En það er munur: Fasisti er bara kommúnisti með pening.
Hvað um það. Eina skilyrði þess að það sé lýðræði er að einhver, amk einn, mæti og kjósi milli helst tveggja kosta.
Venjulega er ekki tekið mark á kosningum nema visst hlutfall af þýðinu mæti, misjaft eftir svæðum. Í Sviss þurfa 50.000 manns að skrifa undir ef þeir vilja kjósa um eitthvað sem löggjafinn hefur hent í þá óforspurða. Má þá gera ráð fyrir að þeir vilji sæmilega mætingu á þetta.
Það er alveg jafn lýðræðislegt ef þýðið kýs einn mann af tveimur, einn mann af 200 eða 20 menn af 21. Það eina sem þarf til að það sé lýðræði er að lýðurinn kjósi.
Kosningar eru svosem engin trygging fyrir lýðræði - sjá Dönsku Jarlana sem Tóti og Jón vita ekkert um.
Og lýðræði er ekkert trygging fyrir því að "rödd almúgans" Fái eitthvað að heyrast. Samanber Grikkirnir. Þeir leyfðu ekkert hverjum sem er að kjósa.
Ef almúginn vill stjórna, þá á hann að kjósa. Ef þeir vilja meira lýðræði, kjósið þá oftar. Nema hann kjósi anarkí, sem er nákvæmlega ekki það sem fólk upp til hópa vill.
***
Næst nenni ég ekki að spyrja kaffibrúsakallana, heldur fer beint á netið að tékka.
miðvikudagur, ágúst 13, 2008
Dagur 162 ár 4 (dagur 1622, færzla nr. 705):
Alltaf jafn gaman að tala við fólk sem getur ekki bara sagt frasann: "ég veit það ekki." Það er alltaf jafn óupplýsandi. Amma kann þann frasa ekki, oft með skoplegum afleiðingum.
Áðan var ég að spyrja Jón í Geisla hvað þessir 7 gaurar í bæjarstjórn gera. Og viti menn, í stað þess að segja bara "ég veit það ekki," spurði hann mig hvað ég geri, hvað Bragi gerir, hve langt Sólin er frá jörðu og fór svo að telja upp litlu einingarnar innan bæjarins sem er öllum opereitað af aðilum sem eru ekkert í bæjarstjórn.
Jæja... ég veit þó að að eru 7 gaurar í bæjarstjórn.
Af hverju fer fólk líka alltaf að röfla um eitthvað annað þegar ég spyr einhvers, eða segi eitthvað?
Ég sagði einu sinni við pabba að það væri ekkert mál að reisa einn eða tvo veggi. Og hvað segir hann? Jú, hann fer að röfla í löngu máli um hve flókið mál er að einangra þak! Man ekki betur en Kristín hafi tekið þátt í því þusi, með einhverri tölu um reglugerðir bæjarins um hvernig þök skuli vera á litinn.
Einn af þessum 7 gaurum er víst yfir því.
Og þetta er alltaf svona: maður spyr, og í staðinn fyrir hreinskilið svar þá kemur röfl um eitthvað allt annað. Maður segir eitthvað, og þá er einhverju sem maður sagði bara ekkert mótmælt! Það er ekki einusinni alltaf reynt að búa til strá-mann, það er bara röflað.
Svo er fólk að segja að Reynir Helgi sé furðulegur! Ef maður spyr hann um útvörp þá segir hann manni þó frá útvörpum, en fer ekki að blaðra um einhverja báta í Færeyjum.
Alltaf jafn gaman að tala við fólk sem getur ekki bara sagt frasann: "ég veit það ekki." Það er alltaf jafn óupplýsandi. Amma kann þann frasa ekki, oft með skoplegum afleiðingum.
Áðan var ég að spyrja Jón í Geisla hvað þessir 7 gaurar í bæjarstjórn gera. Og viti menn, í stað þess að segja bara "ég veit það ekki," spurði hann mig hvað ég geri, hvað Bragi gerir, hve langt Sólin er frá jörðu og fór svo að telja upp litlu einingarnar innan bæjarins sem er öllum opereitað af aðilum sem eru ekkert í bæjarstjórn.
Jæja... ég veit þó að að eru 7 gaurar í bæjarstjórn.
Af hverju fer fólk líka alltaf að röfla um eitthvað annað þegar ég spyr einhvers, eða segi eitthvað?
Ég sagði einu sinni við pabba að það væri ekkert mál að reisa einn eða tvo veggi. Og hvað segir hann? Jú, hann fer að röfla í löngu máli um hve flókið mál er að einangra þak! Man ekki betur en Kristín hafi tekið þátt í því þusi, með einhverri tölu um reglugerðir bæjarins um hvernig þök skuli vera á litinn.
Einn af þessum 7 gaurum er víst yfir því.
Og þetta er alltaf svona: maður spyr, og í staðinn fyrir hreinskilið svar þá kemur röfl um eitthvað allt annað. Maður segir eitthvað, og þá er einhverju sem maður sagði bara ekkert mótmælt! Það er ekki einusinni alltaf reynt að búa til strá-mann, það er bara röflað.
Svo er fólk að segja að Reynir Helgi sé furðulegur! Ef maður spyr hann um útvörp þá segir hann manni þó frá útvörpum, en fer ekki að blaðra um einhverja báta í Færeyjum.
laugardagur, ágúst 09, 2008
Dagur 158 ár 4 (dagur 1618, færzla nr. 704):
Kvikmynd Kvöldsins:
Þar sem Gay Pride er í gangi datt mér í hug að hvolfa þessari vitleysu yfir ykkur: Bloody Pit of Horror, frá 1965.
Það er mjög hómóerótísk mynd. Og líka mjög asnaleg mynd. Og fyndin.
Tónlystin verður mjög pirrandi eftir svona korter, en á sama tíma verður myndefnið súrrealískara.
Það má búa til drykkjuleik úr henni: setjið hana bara í gang, og veljið hvort þið viljið taka sjúss frekar þegar einhver segir "Crimson Executioner," eða "My Perfect body." Það er ekki ráðlegt að taka sjúss í hvert skift sem annar hvor af þessum frösum kemur, því það er ávísun á bráðavaktina.
Reynið svo að velta ekki of langt þegar gæinn fer í stuttbuxurnar og makar á sig olíu. (Já, hann röflar mikið um hve fullkominn líkama hann er með á meðan.)
Tilvitnanir: "Mankind is made up of inferior creatures, spiritually and physically deformed, who would have corrupted the harmony of my perfect body."
"The Crimson Executioner has invented the cold water torture for people such as you!"
Þetta er allt svona.
Kvikmynd Kvöldsins:
Þar sem Gay Pride er í gangi datt mér í hug að hvolfa þessari vitleysu yfir ykkur: Bloody Pit of Horror, frá 1965.
Það er mjög hómóerótísk mynd. Og líka mjög asnaleg mynd. Og fyndin.
Tónlystin verður mjög pirrandi eftir svona korter, en á sama tíma verður myndefnið súrrealískara.
Það má búa til drykkjuleik úr henni: setjið hana bara í gang, og veljið hvort þið viljið taka sjúss frekar þegar einhver segir "Crimson Executioner," eða "My Perfect body." Það er ekki ráðlegt að taka sjúss í hvert skift sem annar hvor af þessum frösum kemur, því það er ávísun á bráðavaktina.
Reynið svo að velta ekki of langt þegar gæinn fer í stuttbuxurnar og makar á sig olíu. (Já, hann röflar mikið um hve fullkominn líkama hann er með á meðan.)
Tilvitnanir: "Mankind is made up of inferior creatures, spiritually and physically deformed, who would have corrupted the harmony of my perfect body."
"The Crimson Executioner has invented the cold water torture for people such as you!"
Þetta er allt svona.
fimmtudagur, ágúst 07, 2008
Dagur 156 ár 4 (dagur 1616, færzla nr. 703):
Tími fyrir afslöppun.
Það er búið að vera ekkert nema hamagangur núna samfleitt alla vikuna, jafnvel lengur. Eftir það er gott að lyggja kjur og gera ekkert.
Það var gaman að þessu.
Einhver gæi auglýsti ferðir með hraðbát til Eyja. Í auglýsingunni var ekki gert ljóst nákvæmlega hvar hann lenti bátnum, sem orsakaði vandræði.
Þetta er allt sandur, það eru engin kennileiti þarna neinstaðar.
Ef maður ætlar að vera með svona, þá er gott að segja *hvar* maður hefur aðstöðu, svo þeir sem eru nógu ævintýragjarnir finni mann. Reisa flagg eða eitthvað.
Hátíðin sjálf fór fram á aðeins siðmenntaðari hátt en venjulega, fannst mér.
Kannski hafa uppvöðzluseggir ekki lengur efni á að koma til Eyja? Eða nokkuð?
Kannski er lögreglan byrjuð að bösta þessa gaura fyrir hátíðar. Sem er í sjálfu sér lítill vandi; bara finna einhverja ástæðu til að senda sérsveitina í heimsókn. (Því það þarf líka að nota sérsveitina, til að fólk fari ekki að halda að hún sé upp á punt, þó það sé reyndar málið.) Þeir eiga alltaf til lítilræði af dópi, og jafnvel smá þýfi. Svo er bara að setja þá í gæzluvarðhald í tvær vikur.
Málið leyst.
Kannski er það málið?
Tími fyrir afslöppun.
Það er búið að vera ekkert nema hamagangur núna samfleitt alla vikuna, jafnvel lengur. Eftir það er gott að lyggja kjur og gera ekkert.
Það var gaman að þessu.
Einhver gæi auglýsti ferðir með hraðbát til Eyja. Í auglýsingunni var ekki gert ljóst nákvæmlega hvar hann lenti bátnum, sem orsakaði vandræði.
Þetta er allt sandur, það eru engin kennileiti þarna neinstaðar.
Ef maður ætlar að vera með svona, þá er gott að segja *hvar* maður hefur aðstöðu, svo þeir sem eru nógu ævintýragjarnir finni mann. Reisa flagg eða eitthvað.
Hátíðin sjálf fór fram á aðeins siðmenntaðari hátt en venjulega, fannst mér.
Kannski hafa uppvöðzluseggir ekki lengur efni á að koma til Eyja? Eða nokkuð?
Kannski er lögreglan byrjuð að bösta þessa gaura fyrir hátíðar. Sem er í sjálfu sér lítill vandi; bara finna einhverja ástæðu til að senda sérsveitina í heimsókn. (Því það þarf líka að nota sérsveitina, til að fólk fari ekki að halda að hún sé upp á punt, þó það sé reyndar málið.) Þeir eiga alltaf til lítilræði af dópi, og jafnvel smá þýfi. Svo er bara að setja þá í gæzluvarðhald í tvær vikur.
Málið leyst.
Kannski er það málið?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)