miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Dagur 162 ár 4 (dagur 1622, færzla nr. 705):

Alltaf jafn gaman að tala við fólk sem getur ekki bara sagt frasann: "ég veit það ekki." Það er alltaf jafn óupplýsandi. Amma kann þann frasa ekki, oft með skoplegum afleiðingum.

Áðan var ég að spyrja Jón í Geisla hvað þessir 7 gaurar í bæjarstjórn gera. Og viti menn, í stað þess að segja bara "ég veit það ekki," spurði hann mig hvað ég geri, hvað Bragi gerir, hve langt Sólin er frá jörðu og fór svo að telja upp litlu einingarnar innan bæjarins sem er öllum opereitað af aðilum sem eru ekkert í bæjarstjórn.

Jæja... ég veit þó að að eru 7 gaurar í bæjarstjórn.

Af hverju fer fólk líka alltaf að röfla um eitthvað annað þegar ég spyr einhvers, eða segi eitthvað?

Ég sagði einu sinni við pabba að það væri ekkert mál að reisa einn eða tvo veggi. Og hvað segir hann? Jú, hann fer að röfla í löngu máli um hve flókið mál er að einangra þak! Man ekki betur en Kristín hafi tekið þátt í því þusi, með einhverri tölu um reglugerðir bæjarins um hvernig þök skuli vera á litinn.

Einn af þessum 7 gaurum er víst yfir því.

Og þetta er alltaf svona: maður spyr, og í staðinn fyrir hreinskilið svar þá kemur röfl um eitthvað allt annað. Maður segir eitthvað, og þá er einhverju sem maður sagði bara ekkert mótmælt! Það er ekki einusinni alltaf reynt að búa til strá-mann, það er bara röflað.

Svo er fólk að segja að Reynir Helgi sé furðulegur! Ef maður spyr hann um útvörp þá segir hann manni þó frá útvörpum, en fer ekki að blaðra um einhverja báta í Færeyjum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli