föstudagur, ágúst 15, 2008

Dagur 164 ár 4 (dagur 1624, færzla nr. 707):

Tóti & Jón eru nú orðnir verulega pirraðir á mér. Þeir hafa prentað út síðustu færzlu (hér fyrir neðan) og veifuðu henni framan í mig í morgun, hótandi því að kvarta undan mér til FÍ. Sem ég skoraði á þá að gera.

Gangi þeim vel með það.

Lát oss sjá... þar sem þeir hafa að minnsta kosti gert sér grein fyrir því að ég hef að öllu leiti rétt fyrir mér, en þeir ekki, hafa þeir bara eitt á mig:

Að ég hafi verið að skrifa þetta á vinnutíma. Nú, klukkan hér að neðan sýnir tíma.

Og hvernig hyggst ég snúa mig út úr því?

Hmm... nú er úr vöndu að ráða. Hvort á ég að hlæja að þeim núna, eða eftir að þeir hafa kvartað til FÍ?

Mig klæjar í fingurnar að fá að útskýra fyrir þeim hvernig þetta plott þeirra virkar ekki. Á hinn bóginn, þá er örugglega mjög gaman fyrir mig að heyra hvernig... - en ég get ekki sagt það ef það á að vera leyndó.

Hint: það er fylgst með tölvunotkun á vellinum.
Annað hint: sjáið tímasetninguna?

Ég man eftir því að hafa still þetta á UTC/Zulu þegar ég byrjaði. Þetta er Hong-Kong tími. Sem ég stillti inn á viljandi til að sýna frammá svolítið. Af hverju? Pass. Af einhverjum orsökum var klukkan röng í gær, svo munaði 45 mínútum. Nú er hún 7:36. Úrið mitt segir 11:43. Hvað segir þín klukka?

Tóti & Jón: hvað ætliði að gera?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli