laugardagur, ágúst 09, 2008

Dagur 158 ár 4 (dagur 1618, færzla nr. 704):

Kvikmynd Kvöldsins:



Þar sem Gay Pride er í gangi datt mér í hug að hvolfa þessari vitleysu yfir ykkur: Bloody Pit of Horror, frá 1965.

Það er mjög hómóerótísk mynd. Og líka mjög asnaleg mynd. Og fyndin.

Tónlystin verður mjög pirrandi eftir svona korter, en á sama tíma verður myndefnið súrrealískara.

Það má búa til drykkjuleik úr henni: setjið hana bara í gang, og veljið hvort þið viljið taka sjúss frekar þegar einhver segir "Crimson Executioner," eða "My Perfect body." Það er ekki ráðlegt að taka sjúss í hvert skift sem annar hvor af þessum frösum kemur, því það er ávísun á bráðavaktina.

Reynið svo að velta ekki of langt þegar gæinn fer í stuttbuxurnar og makar á sig olíu. (Já, hann röflar mikið um hve fullkominn líkama hann er með á meðan.)

Tilvitnanir: "Mankind is made up of inferior creatures, spiritually and physically deformed, who would have corrupted the harmony of my perfect body."
"The Crimson Executioner has invented the cold water torture for people such as you!"

Þetta er allt svona.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli